Helga M. Bergs minnst á bæjarstjórnarfundi

Helgi M. Bergs. Mynd: Páll A Pálsson.
Helgi M. Bergs. Mynd: Páll A Pálsson.

Helga M. Bergs fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri var minnst á bæjarstjórnarfundi í dag en hann lést 16. mars sl. 71 árs að aldri. Helgi fæddist 21. maí 1945. Hann var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976 til 1986 eða í tvö og hálft kjörtímabil.

Helgi var með meistarapróf í hagfræði. Hann kenndi viðskipta- og hagfræðigreinar við Háskólann á Akureyri og gegndi stöðu lektors frá árinu 1991. Hann gegndi stöfum sérfræðings hjá Fiskifélagi Íslands á árunum 1974-1976 og var framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar hf. á árunum 1986 til 1990.

Eftirlifandi eiginkona Helga er Dóróthea Bergs.

Bæjarstjórn vottar aðstandendum Helga Bergs samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.

Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Helga Bergs með því að rísa úr sætum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan