Ynj­ur eru Íslands­meist­ar­ar

Þrjár frábærar Ynjur: Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir, Sunna Björg­vins­dótt­ir og Sil­vía Rán Björg­…
Þrjár frábærar Ynjur: Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir, Sunna Björg­vins­dótt­ir og Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir. Mynd: mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son.

Ásynj­ur og Ynj­ur spiluðu úr­slita­leik um Íslands­meist­ara­titil­inn í ís­hokkí í gærkvöldi í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri. Bæði lið eru á veg­um Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar og lík­lega er leit­un að slík­um úr­slita­leik í nokk­urri hópíþótt á Íslandi.

Hart var bar­ist all­an leik­inn og voru það Ynj­ur sem leiddu eft­ir tvo fyrstu leik­hlut­ana, 1:0 og 2:1. Í loka­leik­hlut­an­um héldu hinar ungu Ynj­ur haus og tvö mörk þeirra á skömm­um tíma gerðu út um leik­inn. Loka­töl­ur 4:1. Stór hluti leik­manna er enn í grunn­skóla og er af­rek liðsins mikið.


Ynjur með þjálfara sínum. Mynd: mbl.is/Skapti Hallgrímsson.

Frétt og myndir af mbl.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan