Akureyrarmessa í Reykjavík

Sunnudaginn 19. mars kl. 14 verður haldin sérstök Akureyrarmessa í Bústaðarkirkju í Reykjavík. Þetta er árlegur viðburður og skemmtileg hefð þar sem brottfluttir Akureyringar á höfuðborgarsvæinu geta hist og átt saman góða stund.

Séra Pálmi Matthíasson þjónar í messunni og ræðumaður er Björk Jónsdóttir skólastjóri. Óskar Pétursson, Erna Hrönn og fleiri norðlenskir tónlistarmenn leika og syngja tónlist að sínum hætti.

Eftir messu verður boðið upp á Bragakaffi, Kristjánspunga, kleinur, Lindukonfekt og Mix. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?