Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og reifaði minnisblað sem Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi á sviði heilabilunar, tók saman um „aðstandendaskóla fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilun“. Skólinn hefur starfað við ÖA í vetur. Þá er í minnisblaðinu einnig fjallað um „vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun“.
Fram kemur í mati og umsögnum um aðstandendaskólann að reynslan sé samhljóma reynslu annarra, t.d. Dana og út frá því eru áform um að bjóða upp á aðstandendaskólann næsta vetur.
Vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun útleggst á ensku „dementia friendly communities“, en aldursvænir bæir og borgir útleggst „age friendly communities“ - sbr. WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina).
Þá kom fram í kynningu Halldórs S. Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA að þann 10. júní 2018 hafi fulltrúi á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Jón G. Snædal, fundað með nokkrum stjórnendum ÖA, en hann vinnur að undirbúningi stefnumótunar um málefni einstaklinga með heilabilun. Að mati stjórnenda ÖA eru þetta allt viðfangsefni og verkefni sem tilefni er til að skoða og vinna nánar, með tilliti til vinvædds samfélags á Akureyri fyrir einstaklinga með heilabilun.