Velferðarráð

1301. fundur 22. maí 2019 kl. 14:00 - 16:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá
Sif Sigurðardóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

1.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og reifaði minnisblað sem Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi á sviði heilabilunar, tók saman um „aðstandendaskóla fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilun“. Skólinn hefur starfað við ÖA í vetur. Þá er í minnisblaðinu einnig fjallað um „vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun“.

Fram kemur í mati og umsögnum um aðstandendaskólann að reynslan sé samhljóma reynslu annarra, t.d. Dana og út frá því eru áform um að bjóða upp á aðstandendaskólann næsta vetur.

Vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun útleggst á ensku „dementia friendly communities“, en aldursvænir bæir og borgir útleggst „age friendly communities“ - sbr. WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina).

Þá kom fram í kynningu Halldórs S. Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA að þann 10. júní 2018 hafi fulltrúi á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Jón G. Snædal, fundað með nokkrum stjórnendum ÖA, en hann vinnur að undirbúningi stefnumótunar um málefni einstaklinga með heilabilun. Að mati stjórnenda ÖA eru þetta allt viðfangsefni og verkefni sem tilefni er til að skoða og vinna nánar, með tilliti til vinvædds samfélags á Akureyri fyrir einstaklinga með heilabilun.

2.Þjónandi forysta - þróunarverkefni

Málsnúmer 2019050448Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og kynnti stuttlega samstarfs- og þróunarverkefni um innleiðingu á þjónandi forystu.

Frumkvæði að verkefninu er komið frá mannauðsdeild stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar og kynningu starfsmanna mannauðsdeildar og umræðu meðal stjórnenda innan ÖA fyrr á þessu ári. Markmið verkefnisins, sem gengur undir vinnuheitinu „valdefling til framtíðar“ er að þróa og innleiða nálgun þjónandi forystu sem stuðning við stjórnendur. Verkefnið er hafið og verður unnið á þessu ári og fyrstu mánuðum næsta árs og er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hluti var mæling á þáttum þjónandi forystu með matstæki fyrir starfsfólk og sjálfsmati stjórnenda og starfsfólks.

Í verkefninu verður áhersla á að nota hugmyndafræði þjónandi forystu til að styðja við vellíðan starfsfólks með áherslu á að efla þá þætti sem sýna jákvæð tengsl við vellíðan.

3.Búsetusvið - ársskýrsla 2018

Málsnúmer 2019010261Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti ársskýrslu búsetusviðs 2018.

4.Félagslegt leiguhúsnæði - skipulag fyrir lítil einbýli

Málsnúmer 2019050441Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti erindi frá fjölskyldusviði til skipulagsráðs varðandi nauðsyn þess að gert sé ráð fyrir litlum einbýlishúsum á deiliskipulagi fyrir félagslega leiguhúsnæðiskerfið.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónstu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir velþóknun sinni á erindinu og vísar því til skipulagsráðs.

5.Fjárhagsaðstoð 2019

Málsnúmer 2019030386Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð janúar - apríl 2019.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

6.Golfsamtök fatlaðra - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019040479Vakta málsnúmer

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi óska eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til að hægt verði að bjóða upp á golfkennslu á Akureyri fyrir fatlað fólk í sumar.
Velferðarráð samþykkir styrk til Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi að upphæð kr. 175.000.

7.Kvennaathvarf - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2018100092Vakta málsnúmer

Kvennaathvarfið sækir um rekstarstyrk fyrir árið 2019 að upphæð kr. 400.000.
Velferðarráð samþykkir styrk til Kvennaathvarfsins að upphæð kr. 200.000.

8.Starfsendurhæfing Norðurlands - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2018120193Vakta málsnúmer

Starfsendurhæfing Norðurlands sækir um styrk að upphæð kr. 500.000 vegna Gæfusporsins.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindi Starfsendurhæfingar Norðurlands.

9.MS-félag Íslands - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2018090106Vakta málsnúmer

MS-félag Íslands óskar eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að fjármagna framkvæmdir við húsnæði félagsins í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindi MS-félags Íslands.

10.Rannsóknarstofnun um barna- og fjölskylduvernd - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019010301Vakta málsnúmer

Háskóli Íslands - Rannsóknarstofnun um barna- og fjölskylduvernd óskar eftir styrk, óskilgreindri upphæð, vegna reksturs starfsársins 2019.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindi Rannsóknarstofnunar um barna- og fjölskylduvernd.

11.FF Múrbrjótar - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019040303Vakta málsnúmer

FF Múrbrjótar - fótbolti án fordóma óska eftir styrk til að greiða fyrir leigu á tímum í íþróttaaðstöðu Akureyrarbæjar. Frístundaráð hefur þegar samþykkt að greiða helming leigunnar. Eftirstöðvarnar eru kr. 105.850.
Velferðarráð samþykkir styrk til FF Múrbrjóta að upphæð kr. 105.850.

12.Kvennaráðgjöfin - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019010236Vakta málsnúmer

Kvennaráðgjöfin, kt: 471085-0499, Túngötu 14, Reykjavík sækir um styrk að upphæð kr. 200.000 fyrir rekstrarárið 2019 til að reka ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.
Velferðarráð samþykkir að veita Kvennaráðgjöfinni styrk að upphæð kr. 100.000.

13.Þroskahjálp og Hetjurnar - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019050003Vakta málsnúmer

Þroskahjálp á NE og Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi sækja um styrk til að halda systkinasmiðju á Akureyri að upphæð kr. 250.000.

Sif Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir að veita Þroskahjálp á NE og Hetjunum styrk að upphæð kr. 250.000.

14.Stígamót - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2018110051Vakta málsnúmer

Stígamót óska eftir fjárstuðningi, óskilgreindri upphæð og samstarfi um rekstur félagsins.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindi Stígamóta.

15.Rauði krossinn við Eyjafjörð - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2019050406Vakta málsnúmer

Rauði krossinn við Eyjafjörð óskar eftir rekstarstyrk að upphæð kr. 2.500.000 vegna verkefnisins Ungfrú Ragnheiður.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindi Rauða krossins að svo stöddu en lýsir yfir áhuga á frekari umræðu um verkefnið og felur Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 16:15.