Þjónandi forysta - þróunarverkefni

Málsnúmer 2019050448

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1301. fundur - 22.05.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og kynnti stuttlega samstarfs- og þróunarverkefni um innleiðingu á þjónandi forystu.

Frumkvæði að verkefninu er komið frá mannauðsdeild stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar og kynningu starfsmanna mannauðsdeildar og umræðu meðal stjórnenda innan ÖA fyrr á þessu ári. Markmið verkefnisins, sem gengur undir vinnuheitinu „valdefling til framtíðar“ er að þróa og innleiða nálgun þjónandi forystu sem stuðning við stjórnendur. Verkefnið er hafið og verður unnið á þessu ári og fyrstu mánuðum næsta árs og er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hluti var mæling á þáttum þjónandi forystu með matstæki fyrir starfsfólk og sjálfsmati stjórnenda og starfsfólks.

Í verkefninu verður áhersla á að nota hugmyndafræði þjónandi forystu til að styðja við vellíðan starfsfólks með áherslu á að efla þá þætti sem sýna jákvæð tengsl við vellíðan.