Félagslegt leiguhúsnæði - skipulag fyrir lítil einbýli

Málsnúmer 2019050441

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1301. fundur - 22.05.2019

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti erindi frá fjölskyldusviði til skipulagsráðs varðandi nauðsyn þess að gert sé ráð fyrir litlum einbýlishúsum á deiliskipulagi fyrir félagslega leiguhúsnæðiskerfið.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónstu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir velþóknun sinni á erindinu og vísar því til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Lagt fram erindi Karólínu Gunnarsdóttur, dagsett 20. maí 2019, f.h. fjölskyldusviðs, þar sem óskað er eftir að skipulagsráð vinni að því að gera ráð fyrir fjórum 50-60 m² einbýlishúsum í skipulagi til að mæta þörfum ákveðins hóps sem ekki getur búið í fjölbýli.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að vinna málið áfram í samráði við fjölskyldusvið.

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Umræða um mögulegar lausnir varðandi húsnæðismál fólks með fjölþættan vanda.

Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs, Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjölskyldusvið, Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður á búsetusviði og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstóri fjölskyldusviðs , Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Málið var kynnt og rætt.

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram.Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 16:55.