Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, greindi frá samstarfi starfsmanna ÖA við Alzheimersamtökin um að halda fjögur málþing. Málþingið á Akureyri var haldið 7. apríl sl. og var fjölsótt. Þar var m.a. fjallað um og kallað eftir aukinni fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við aðstandendur og fjölskyldur einstaklinga með heilabilun, líkt og það fyrirkomulag sem þekkist frá norðurlöndunum þar sem ráðgjafar á sviði heilabilunar starfa innan velferðarþjónustu sveitarfélaganna.

Framkvæmdastjóri ÖA reifaði vaxandi þörf og mikilvægi ráðgjafar og stuðnings við fjölskyldur í þessum málum og velti upp hugmyndum um að stofna til slíkrar ráðgjafar innan velferðarsviðs Akureyrar.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1274. fundur - 21.03.2018

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti minnisblað sitt dagsett 20. mars 2018 um samstarf og samkomulag ÖA við Alzheimersamtökin.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð leggur til að unnið verði að gerð samstarfssamnings við Alzheimersamtökin og felur framkvæmdastjóra ÖA að vinna áfram að undirbúningi þessa í samráði við bæjarstjóra.

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu um samstarf Öldrunarheimila Akureyrar og Alzheimersamtakanna, en á fundi velferðarráðs þann 21. mars 2018 var framkvæmdastjóra ÖA falið að vinna áfram að undirbúningi að gerð samstarfssamnings við Alzheimersamtökin.

Fyrirliggjandi drög eru í vinnslu og ráðgert að þeirri vinnu ljúki í byrjun september nk.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti drögin.
Velferðarráð fagnar fyrirhuguðu samstarfi og þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1286. fundur - 03.10.2018

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og sagði frá ráðningu hjúkrunarfræðings sem sinnir ráðgjöf á sviði heilabilunar. Um er að ræða verkefni sem m.a. tengist væntanlegum breytingum á starfsemi ÖA og tekur mið af samstarfsverkefnum sem ÖA hefur unnið að með Alzheimersamtökunum.

Fyrsta nýjung eða verkefni sem þegar hefur litið dagsins ljós, er að efna til "aðstandendaskóla" sem mun byggja á grunni aðferða frá Danmörku um sambærilegt form.

Velferðarráð - 1287. fundur - 17.10.2018

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing Öldrunarheimila Akureyrar og Alzheimersamtakanna um samstarfsverkefni og áherslur varðandi málefni einstaklinga með heilabilun.

Samstarf aðilanna hefur verið vaxandi og því tilefni að ramma það inn og leggja línur um framhaldsverkefni.

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór S. Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið og kynnti aðdraganda og einstök verkefni, sem sum hver eru þegar í vinnslu.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Björg Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1301. fundur - 22.05.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og reifaði minnisblað sem Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi á sviði heilabilunar, tók saman um „aðstandendaskóla fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilun“. Skólinn hefur starfað við ÖA í vetur. Þá er í minnisblaðinu einnig fjallað um „vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun“.

Fram kemur í mati og umsögnum um aðstandendaskólann að reynslan sé samhljóma reynslu annarra, t.d. Dana og út frá því eru áform um að bjóða upp á aðstandendaskólann næsta vetur.

Vinvætt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun útleggst á ensku „dementia friendly communities“, en aldursvænir bæir og borgir útleggst „age friendly communities“ - sbr. WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina).

Þá kom fram í kynningu Halldórs S. Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA að þann 10. júní 2018 hafi fulltrúi á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Jón G. Snædal, fundað með nokkrum stjórnendum ÖA, en hann vinnur að undirbúningi stefnumótunar um málefni einstaklinga með heilabilun. Að mati stjórnenda ÖA eru þetta allt viðfangsefni og verkefni sem tilefni er til að skoða og vinna nánar, með tilliti til vinvædds samfélags á Akureyri fyrir einstaklinga með heilabilun.

Velferðarráð - 1303. fundur - 19.06.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá könnunarviðræðum og undirbúningi að samstarfsverkefni um "vinvænt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun", og samstarfi við íslensku og dönsku Alzheimersamtökin um ráðgjöf, áherslur, fræðsluefni og framkvæmd.

Verkefnið byggir á samstarfi og viljayfirlýsingu Alzheimersamtakanna og ÖA frá því í október 2018. Áformað er að búsetusvið, fjölskyldusvið og ÖA taki öll þátt í verkefninu sem áformað er að hefjist í haust.

Nánari upplýsingar um "Dementia friendly communities" má finna á eftirfarandi slóð:(https://www.alz.co.uk/dementia-friendly-communities/principles)

Velferðarráð - 1304. fundur - 07.08.2019

Lögð fram til kynningar og umsagnar, drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Stefnudrögin voru birt í samráðsgátt þann 24. júní 2019.

(Önnur skjöl: https://www.althingi.is/altext/146/s/0119.html

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1410)
Velferðarráð felur sviðsstjórum að senda inn þær ábendingar sem ræddar voru á fundinum og annað sem tilefni er til.

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti vinnuskjöl er varða verkefni um styðjandi samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun. Verkefnið er hluti af samstarfi og samningi við Alzheimersamtökin og dönsku systursamtökin og gengur út á að í byrjun næsta árs hefjist á Akureyri innleiðingarferli á verkefninu. Áform eru um að starta verkefninu opinberlega þann 31. janúar 2020.

Öldungaráð - 4. fundur - 09.12.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu vinnuskjöl er varða verkefni um styðjandi samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun. Verkefnið er hluti af samstarfi og samningi við Alzheimersamtökin og dönsku systursamtökin og gengur út á að í byrjun næsta árs hefjist á Akureyri innleiðingarferli á verkefninu. Áform eru um að starta verkefninu opinberlega þann 31. janúar 2020.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna. Öldungaráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og hvetur bæjarstjórn til að styðja við verkefnið.

Velferðarráð - 1315. fundur - 22.01.2020

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti dagskrá fundar um styðjandi samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra, sem haldinn verður 7. febrúar nk. frá kl. 11:00 til 12:15 í Ketilhúsinu.

Velferðarráð - 1318. fundur - 04.03.2020

Hulda Sveinsdóttir heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar kynnti stöðu á verkefninu Styðjandi samfélag - Heilavinur.

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá ÖA og Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Austurhlíðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð er Heilavinur af öllu hjarta.

Velferðarráð - 1320. fundur - 06.05.2020

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við einstaklinga með heilabilun.

Velferðarráð - 1326. fundur - 07.10.2020

Lögð fram samantekt um Aðstandendaskóla fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilun og starfsemina veturinn 2019-2020.

Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.