Umhverfis- og mannvirkjaráð

130. fundur 20. desember 2022 kl. 08:15 - 11:46 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
  • Alexía Lind Ársælsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista mætti í fjarveru Jóns Hjaltasonar.

1.Ófyrirséð viðhald 2023 og 2024

Málsnúmer 2022120691Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. desember 2022 varðandi niðurstöðu útboðs á ófyrirséðu viðhaldi.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við eftirfarandi verktaka:

Trésmíði:

o Eyjólfur Árnason

o Spor 33 ehf.

o Jóhann Reynir Eysteinsson

o Trésmiðja Kristjáns Jónass ehf.

Málun:

o Málningarfélagið ehf.

o GÞ málverk ehf.

o Stefán Jónsson ehf.

o Litblær ehf.

o Betri fagmenn ehf.

o MSM ehf.

o Betra mál málningarþjónusta ehf.

Rafmagn:

o Raftó ehf.

o Rafmax ehf.

o KNX Instabus ehf.

o Íslenskir Rafverktakar ehf.

o Rafeyri ehf.

o Rafmenn ehf.

Pípulagnir:

o AKH Pípulagnir ehf.

o Lagnalind ehf.

o Bjarni Fannberg Jónsson ehf.

o Lagnastýring ehf.

o Áveitan ehf.

o Bútur ehf.

Blikksmíði:

o Blikk og tækniþjónustan ehf.

o Blikkrás ehf.

Stálsmíði:

o Vélsmiðja Steindórs ehf.

Skrúðgarðyrkja:

o Garður og hönnun ehf.

2.Strandgata 17 - sala

Málsnúmer 2020110144Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. desember 2022 varðandi sölu á Strandgötu 17.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka hæsta tilboði í húsið með þeim kvöðum sem getið er í söluyfirliti og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

3.Efniskaup 2023 og 2024

Málsnúmer 2022120692Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2022 varðandi útboð á efniskaupum umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við eftirfarandi birgja:


Gólfefni og fylgihlutir: Engin tilboð

Grófvara og annað byggingarefni: Húsasmiðjan

Málningu og málningarefni: Slippfélagið

Pípulagnaefni: Tengi

Raflagnaefni: Ískraft/Húsasmiðjan

Neyðarljós: Nortek

Hellur: B.M. Vallá

Rafmagnstæki: Ormsson

4.Móahverfi - hönnun, gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2022021081Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 varðandi stöðuna á hönnun hverfisins.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

5.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2022 varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Leiruvegi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út framkvæmd við Leirustíg í samvinnu við Vegagerðina, Isavia og Norðurorku.

6.Göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Málsnúmer 2022120693Vakta málsnúmer

Lögð fram frumdrög dagsett 2. nóvember 2022 varðandi göngu- og hjólabrú yfir Glerá frá Skarðshlíð að Glerártorgi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að þróa áfram hönnun samkvæmt tillögu A og B2 og skoða með að setja gönguleið undir Hörgárbrú að norðanverðu.

7.UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja

Málsnúmer 2022090104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 5. desember 2022 varðandi endurnýjun á þjónustubifreið fyrir slökkvilið.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gerð verði verðkönnun á bílum sem henta þeim kröfum sem gerðar eru.

8.Strætó - jöfnunarstoppistöð á nýjum stað

Málsnúmer 2022120685Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2022 varðandi jöfnunarstoppistöð strætó á nýjum stað.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

9.Skógræktarfélag Eyfirðinga - samningur

Málsnúmer 2019090381Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Skógræktarfélag Eyjafjarðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn með 2ja milljóna króna hækkun í lið 9 í samningnum.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Fagna hækkun á samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga, ég tel þó að þetta sé ekki nóg og myndi vilja sjá hækkun í samræmi við óskir félagsins. Skógræktarfélagið vinnur mikilvægt starf í þágu lýðheilsu og umhverfis- og loftslagsmála.

Andri Teitsson L-lista vék af fundi kl. 11:00.

10.Glerárskóli - endurbætur A-álmu

Málsnúmer 2022020337Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 15. desember 2022 varðandi framkvæmdir við A-álmu Glerárskóla.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

11.Viðhald 2022

Málsnúmer 2022120690Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2022 varðandi þau viðhaldsverkefni sem framkvæmd voru á árinu 2022.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds, Björgvin Hrannar Björgvinsson byggingarstjóri viðhalds, Einar Valbergsson byggingarstjóri viðhalds og Snæbjörn Kristjánsson byggingarstjóri viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

12.Niðurstöður skólaþings

Málsnúmer 2022111235Vakta málsnúmer

Vísað frá fræðslu- og lýðheilsuráði á fundi 5. desember 2022:

Samantekt á helstu niðurstöðum skólaþings Brekkuskóla.
Frestað.

13.Smáverkaútboð 2020

Málsnúmer 2020040458Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 varðandi framlengingu á smáverkasamningi umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár.

14.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Fyrirkomulag á söfnun úrgangs í útboði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar rætt.

Fundi slitið - kl. 11:46.