Smáverkaútboð 2020

Málsnúmer 2020040458

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Minnisblað dagsett 7. maí 2020 varðandi niðurstöðu frá opnun tilboða kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í hverjum flokki að útboðsgögnum uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 111. fundur - 17.12.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi framlengingu á smáverkasamningum frá 2020.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að samningar verði framlengdir um eitt ár.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 varðandi framlengingu á smáverkasamningi umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár.