UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja

Málsnúmer 2022090104

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 123. fundur - 06.09.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 1. september 2022 varðandi endurnýjun á mælingabifreið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á vistvænum bíl að upphæð allt að kr. 8 milljónir. Starfsmönnum sviðsins er falið að finna skammtímalausn á málinu á meðan.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Tekin fyrir sala á eldri körfubíl Slökkviliðs Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjarráð samþykkir að selja Slökkviliði Fjallabyggðar eldri körfubíl Slökkviliðs Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 5. desember 2022 varðandi endurnýjun á þjónustubifreið fyrir slökkvilið.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gerð verði verðkönnun á bílum sem henta þeim kröfum sem gerðar eru.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 6. febrúar 2023 varðandi endurnýjun á þjónustubifreið hjá slökkviliðinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að endurnýja þjónustubifreiðina. Kostnaður við kaupin verða kr. 6 milljónir og verða þær tekin af liðnum Tæki og bifreiðar í fyrirtæki 3500.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 135. fundur - 21.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 17. mars 2023 vegna niðurstöðu opnunar tilboða vegna sölu á snjótroðara.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka hæsta tilboði BB bygginga ehf. í troðarann.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 145. fundur - 05.09.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 1. september 2023 varðandi kaup á bifreið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keyptur verði rafmagnsbíll fyrir allt að kr. 5.000.000. Fjárfestingin verði tekin af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð og bifreiðin eignfærð í fasteignum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 18. október 2023 varðandi kaup á sexhjóli því gróðureldar eru vaxandi áhyggjuefni hjá slökkviliðum landsins. Þetta vandamál mun aukast verulega er fram sækir. Til að ná sem bestum árangri í slökkvistarfi þegar

útbreiðsluhætta er mikil eins og er í gróðureldum, skiptir höfuðmáli að komast fljótt að eldinum með tæki, búnað og mannskap. Því fyrr sem slökkvistarf hefst því betri er útkoman.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keypt verði sexhjól til slökkvi- og björgunarstarfa samkvæmt tilboði að fjárhæð kr. 6,2 milljónir enda rúmist það innan áætlunar fyrir tækjakaup Slökkviliðsins fyrir árið 2023.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi sölu á gömlum tækjum hjá umhverfismiðstöð.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tækin verði seld til hæstbjóðanda, ef hæstbjóðandi fellur frá sínu tilboði þá verði tækið boðið þeim bjóðanda sem var með næsta hæsta boð að kaupa tækið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 158. fundur - 19.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi sölu á Zaugg Pipe búnaði úr Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að selja Zaugg Pipe úr Hlíðarfjalli til væntanlegra kaupenda í Ástralíu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 161. fundur - 07.05.2024

Auglýstur var til sölu gamall strætisvagn og óskað var eftir tilboðum í hann. Tvö tilboð bárust.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka hærra tilboðinu sem var frá Sýsla-ferðir og ökukennsla ehf. á kr. 650.000.