Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 25.02.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við áætlaðan stíg meðfram Leiruvegi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sátu fundinn undir þessum lið
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að unnið verða áfram að hönnun stígsins í samræmi við framlagðar tillögur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Staða hönnunar á göngu- og hjólreiðarstíg meðfram Leiruvegi rædd.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 123. fundur - 06.09.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi stíg frá Drottningarbraut að sveitarfélagsmörkum við Leiruveg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2022 varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Leiruvegi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út framkvæmd við Leirustíg í samvinnu við Vegagerðina, Isavia og Norðurorku.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 16. febrúar 2023 varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Leiruvegi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkefnið verði auglýst í opnu útboði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 13. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í göngu- og hjólastíg frá Drottningarbraut að Leirubrú og vigtarplan.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá G.Hjálmarssyni hf. að upphæð kr. 172.188.013.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lagðar fram teikningar til kynningar af fyrirhuguðum áningastöðum við Leirustíg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannivirkjaráð samþykkir að verkið verði boðið út.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Vegna lýsingar á stíg sjávarmegin meðfram Drottningarbraut og Leiruvegi:

Ljósin sem eru nú í timburpollum meðfram Drottningarbrautinni eru mjög gölluð sem samgöngulýsing vegna þess hve mikið af ljósinu lýsir upp á við og veldur vegfarendum glýju í augum (ofbirtu). Það er aðferð sem er ekki nothæf sem samgöngulýsing á hjólaleið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 159. fundur - 09.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi endurskoðun á hönnun ljóspolla á Leirustíg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 161. fundur - 07.05.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 24. apríl 2024 frá verkfræðistofunni Vatnaskilum varðandi greiningu á vatnsskiptum í Leirutjörn vegna fyrirætlana um að leggja ræsi, milli Pollsins og Leirutjarnar, undir Drottningarbraut samhliða framkvæmdum Norðurorku á svæðinu í sumar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að fyrirhugað ræsi verði með loku til þess að hægt verði að takmarka eða stoppa alveg flæði inn og út úr tjörninni þar til rannsóknir á lífríkinu hafa farið fram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá og óskar bókað:

Ég tel ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um möguleg áhrif framkvæmdanna á lífríki svæðisins til þess að taka afstöðu til málsins á þessum tímapunkti.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Framkvæmdin eins og hún er kynnt í minnisblaðinu er að mínu mati óásættanleg vegna þeirrar áhættu sem er þar með tekin með heilbrigði og þróun vistkerfisins í tjörninni. Einnig tel ég að það sé með þessu farið á svig eða gegn gildandi lögum um vatnasvið og vatnshlot.