Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Kynning á stöðunni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Kynning á fyrirhuguðu útboði á söfnun og móttöku úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Þórhallur Harðarson D-lista vék af fundi kl. 10:57.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Fyrirkomulag á söfnun úrgangs í útboði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar rætt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 131. fundur - 17.01.2023

Umræður og kynning á fyrirhuguðu útboði á sorphirðu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Á fundinn kom Sævar Freyr Sigurðsson ráðgjafi Akureyrar vegna útboðs sveitarfélagsins í hirðu úrgangs við heimili, rekstur grendargáma og gámasvæðis og hélt kynningu. Hann kynnti mögulegar leiðir sem bærinn getur farið með mismunandi áherslum og þá sérstaklega varðandi hirðu úrgangs við heimili. Kynntar voru nálganir sem byggja á þeim kerfum sem sveitarfélagið er nú þegar með í notkun en með mikið breyttum áherslum. Þær áherslubreytingar geta leitt af sér töluverða hagræðingu fyrir sveitarfélagið og íbúa ásamt því að draga verulega úr sjónrænum áhrifum af lögbundinni aukningu á söfnun úrgangs við heimili.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að nýju kerfi með tvær tvískiptar tunnur fyrir hverja íbúð sem grunn, en þróa jafnframt valmöguleika um fjargáma fyrir íbúðaþyrpingar.