Skógræktarfélag Eyfirðinga - samningur

Málsnúmer 2019090381

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 69. fundur - 29.11.2019

Ólafur Thoroddsen formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE og Óli Þór Jónsson stjórnarmaður SE mættu á fundinn og kynntu samstarf Akureyrarbæjar og Skógræktarfélagsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að skoða færar leiðir í endurnýjun skógræktarsamnings og leggja þær fyrir ráðið í framhaldinu.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Erindi dagsett 3. desember 2019 frá stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem óskað er eftir því að við gerð nýs þjónustusamnings bæjarins við félagið verði samningsfjárhæð endurskoðuð til hækkunar þar sem forsendur núgildandi samnings hafa breyst verulega á samningstímanum og ljóst er að mikil aukning hefur orðið á þjónustuumsvifum skógræktarsvæðanna samhliða aukinni notkun almennings og útbreiðslu skóganna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur ráðinu að leggja fram tillögu að samningi í samráði við bæjarstjóra.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:44.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Samingur við Skógræktarfélag Eyfirðinga til eins árs kynntur.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 79. fundur - 05.06.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 2. júní 2020 varðandi framlengingu á samningu við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn við Skógræktarfélagið til tveggja ára með fyrirvara um fjárveitingu fyrir árin 2021 og 2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 85. fundur - 18.09.2020

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga dagsett 8. september 2020 varðandi rekstur félagsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að taka upp viðræður við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Lögð fyrir ráðið drög að framlengingu á samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samningsdrögin og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 16. júní 2022 varðandi framlengingu á samningi Akureyrarbæjar við Skógræktarfélag Eyfirðinga um umsjón með skógræktar- og útivistarsvæðum á Akureyri um tvö ár eins og heimilt er skv. núgildandi samningi.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlengingu fyrir sitt leyti á samningi um tvö ár.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista situr hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 129. fundur - 06.12.2022

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Skógræktarfélag Eyjafjarðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn með 2ja milljóna króna hækkun í lið 9 í samningnum.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Fagna hækkun á samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga, ég tel þó að þetta sé ekki nóg og myndi vilja sjá hækkun í samræmi við óskir félagsins. Skógræktarfélagið vinnur mikilvægt starf í þágu lýðheilsu og umhverfis- og loftslagsmála.

Andri Teitsson L-lista vék af fundi kl. 11:00.