GLSK - Glerárskóli - endurbætur A-álmu

Málsnúmer 2022020337

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 118. fundur - 08.04.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 7. apríl 2022 varðandi fyrirhugað útboð.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 120. fundur - 20.05.2022

Tekin fyrir niðurstaða frá opnun tilboða dagsett 11. maí 2022 varðandi framkvæmdir við A-álmu Glerárskóla. Eitt tilboð barst og var það 157% af kostnaðaráætlun.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboði í endurbætur og viðbyggingu á A-álmu Glerárskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122. fundur - 16.08.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Tréverk ehf. kr. 757.383.171.

ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Tréverk ehf. kr. 757.383.171.

ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um að taka tilboði Tréverks ehf. í verkið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 124. fundur - 20.09.2022

Staða framkvæmda við A-álmu og hönnun á C-álmu kynnt.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Ágúst Hafsteinsson arkitekt frá Form Ráðgjöf sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 15. desember 2022 varðandi framkvæmdir við A-álmu Glerárskóla.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna viðbótarframkvæmda í inngarði milli A og C álmu.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 38.500.000 til bæjarráðs til að ljúka frágangi á inngarði sem liggur milli A og C álmu við Glerárskóla samhliða framkvæmdum við A álmu. Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 er um kr. 30.000.000 og kr. 8.500.000 á árinu 2024.


Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Undirrituð árétta þá skoðun sína sem áður hefur komið fram í umfjöllun ráðsins um þetta mál að þau eru andsnúin þeirri forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn að klára ekki framkvæmdir við Glerárskóla í einni atrennu. Þar komi til bæði hagkvæmnissjónarmið og sjónarmið um velferð nemenda. Benda þau á að tvö ár, eða því sem nemur því hléi sem á að gera á framkvæmdum, er jafngildi 1/5 af skólagöngu grunnskólabarns. Það hefur því áhrif á upplifun barna af grunnskólagöngu sinni hvernig framkvæmdahraða og framkvæmdatíma er háttað.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. júlí 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna viðbótarframkvæmda í inngarði milli A og C álmu.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 38.500.000 til bæjarráðs til að ljúka frágangi á inngarði sem liggur milli A og C álmu við Glerárskóla samhliða framkvæmdum við A álmu. Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 er um kr. 30.000.000 og kr. 8.500.000 á árinu 2024.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Undirrituð árétta þá skoðun sína sem áður hefur komið fram í umfjöllun ráðsins um þetta mál að þau eru andsnúin þeirri forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn að klára ekki framkvæmdir við Glerárskóla í einni atrennu. Þar komi til bæði hagkvæmnissjónarmið og sjónarmið um velferð nemenda. Benda þau á að tvö ár, eða því sem nemur því hléi sem á að gera á framkvæmdum, er jafngildi 1/5 af skólagöngu grunnskólabarns. Það hefur því áhrif á upplifun barna af grunnskólagöngu sinni hvernig framkvæmdahraða og framkvæmdatíma er háttað.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 30.000.000 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann. Eftirstöðvum kostnaðar vegna viðbótarframkvæmda, kr. 8.500.000, er vísað til framkvæmdaáætlunar 2024.