Göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Málsnúmer 2022120693

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lögð fram frumdrög dagsett 2. nóvember 2022 varðandi göngu- og hjólabrú yfir Glerá frá Skarðshlíð að Glerártorgi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að þróa áfram hönnun samkvæmt tillögu A og B2 og skoða með að setja gönguleið undir Hörgárbrú að norðanverðu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi göngu- og hjólabrú yfir Glerá ásamt jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Þar sem um er að ræða framkvæmd sem er samofin öðrum framkvæmdum og skipulagi, þá felur umhverfis- og mannvirkjaráð sviðsstjóra að gera heildstæða, tímasetta framkvæmda- og kostnaðaráætlun í samráði við hagaðila t.d. skipulagsráð, bæjarráð, Vegagerðina, Norðurorku og aðrar veitur. Áætlunin verði lögð fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð í febrúar 2024.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 154. fundur - 23.01.2024

Lagt fram minnisblað varðandi framkvæmdaáætlun fyrir byggingu jöfnunarstöðvar strætó við Glerá og brúar yfir Glerá milli Glerártorgs og Skarðshlíðar.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 162. fundur - 21.05.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 17. maí 2024 varðandi göngu- og hjólabrú yfir Glerá.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdin við göngu- og hjólabrú yfir Glerá verður boðin út í vikunni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 166. fundur - 13.08.2024

Farið yfir stöðu útboðs á byggingu brúar yfir Glerá. Engin tilboð bárust, næstu skref rædd.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.