Skipulagsráð

301. fundur 26. september 2018 kl. 08:00 - 10:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista mætti í forföllum Helga Snæbjarnarsonar.
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

Formaður óskaði eftir að taka lið 23: Ránargata 27 - fyrirspurn vegna breytinga inn á dagskrá sem var ekki á útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum

Málsnúmer 2018040318Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráráreyrum sem felst í að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 18. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og Norðurorku dagsett 19. september 2018 þar sem fram koma ábendingar sem varða lagnir á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

2.Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tilllaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis á svæði milli Kjarnagötu 2 og Miðhúsabrautar.

Í breytingunni felst að fyrirhuguð aðkoma að lóðinni Kjarnagata 2 frá Miðhúsabraut færist til vesturs auk þess sem nú er gert ráð fyrir bæði inn- og útakstri frá lóðinni en ekki bara innakstri eins og í gildandi deiliskipulagi. Þá breytast mörk skipulagssvæðisins lítillega auk þess sem gert verður ráð fyrir miðeyju á hluta Miðhúsabrautar til að aðskilja akstursstefnu. Tillagan var auglýst 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 17. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með síðari breytingum.

3.Halldóruhagi 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070366Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst 2018 var samþykkt að heimila að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Halldóruhagi 4 á þann veg að nýringarhlutfall fari úr 0,430 í 0,560 og að byggja megi tvö fjölbýlishús á lóðinni. Er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við samþykkt skipulagsráðs nú lögð fram til afgreiðslu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

4.Geirþrúðarhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070250Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst 2018 var samþykkt að heimila að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Geirþrúðarhagi 6 á þann veg að nýringarhlutfall fari úr 0,430 í 0,560 og að byggja megi tvö fjölbýlishús á lóðinni. Er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við samþykkt skipulagsráðs nú lögð fram til afgreiðslu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

5.Glerárgata 7 - breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2018 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Norðureignar ehf., kt. 461195-2029, óskar eftir viðræðum um mögulegar breytingar á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu. Er óskað eftir að hámarkshæð verði 18 m í stað 16,2 m, að bílakjallari verði 880 fm í stað 800 fm, að gert verði ráð fyrir vasa fyrir rútur meðfram Glerárgötu, að byggingarreitur færist til og breytist í lögun og að krafa um bílastæði innan lóðar verði lækkuð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

6.Tryggvabraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu lýsing deiliskipulags vegna stækkunar deiliskipulagssvæðis fyrir athafnasvæði norðan Tryggvabrautar. Var lýsingin kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga með auglýsingu sem birtist 15. ágúst sl. auk þess sem hún var send umsagnaraðilum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni dagsett 10. september, Norðurorku dagsett 4. september auk athugasemda frá Höldi ehf. dagsettar 29. ágúst 2018. Þá liggur einnig fyrir tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dagsettur 29. ágúst þar sem ekki er gerð athugasemd við lýsinguna.
Athugasemdum og umsögnum er vísað í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

7.Njarðarnes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018080077Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 16. ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Njarðarnes 12. Var umsækjanda heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umsókn en að huga þyrfti sérstaklega að áhrifum á fyrirhugaðan göngustíg sem liggur meðfram lóðinni. Er tillaga að breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

8.Hálönd - götuheiti

Málsnúmer 2014090055Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga SS Byggis að götunöfnum í 3. áfanga Hálanda. Fyrir liggur samþykki nafnanefndar, sbr. tölvupóstur Hólmkels Hreinssonar dagsettur 12. september 2018, á þeim tveimur nöfnum sem ekki voru hluti af samþykki nafnanefndar á götum í Hálöndum. Nýju nöfnin eru Hrókaland og Hvassaland.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að nöfnum á götur í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

9.Krókeyrarnöf 2 og 4 - umsókn um stækkun aðkeyrslu

Málsnúmer 2018090102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Sigurbjörn Gunnarsson eigandi Krókeyrarnafar 4, og Benedikt Sigurðarson eigandi Krókeyrarnafar 2, sækja um stækkun aðkeyrslu að húsum nr. 2 og 4 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Stækkun aðkeyrslu felur í sér breytingu á deililskipulagi svæðisins og stækkun á sameiginlegri lóð með heitið Krókeyrarnöf 2-4 (lnr. 212219).
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun aðkeyrslu í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og Akureyrarbæ. Er mælt með að sviðsstjóra skipulagssviðs verði heimilt að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi deiliskipulagsbreyting liggur fyrir.

10.Viðburðir - götu- og torgsala - 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. september 2018 þar sem Pawel Jarzabek fyrir hönd Akureyrilovebiketours hjólaleigu óskar eftir langtímaleyfi til að hafa aðstöðu fyrir 14,9 m² söluvagn í miðbænum. Ekkert skilgreint söluvagnastæði er laust eins og er og því óskar Pawel eftir að reynt verði að finna stað fyrir hann.
Í ljósi þess að svæðum fyrir langtímaleyfi söluvagna hefur öllum verið úthlutað sér skipulagsráð sér ekki fært að veita leyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

11.Kristjánshagi 8a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 8a við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Byggingarfulltrúi frestaði erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðs á skiptingu íbúðastærða í húsinu.
Að mati skipulagsráðs þarf að skoða íbúðadreifingu húsa nr. 8a og 8b í samhengi. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir 6 tveggja herbergja, 4 þriggja herbergja og 6 fjögurra herbergja íbúðum í húsunum tveimur. Skipulagsráð telur nauðsynlegt að í þessum tveimur húsum verði a.m.k. 1-2 fimm herbergja íbúðir samtals til að vera í samræmi við leiðbeinandi markmið deiliskipulagsins.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.Kristjánshagi 8b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 8b við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Byggingarfulltrúi frestaði erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðs á skiptingu íbúðastærða í húsinu.
Sjá afgreiðslu við mál nr. 11.

13.Hafnarstræti 80 - umsókn um frest

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 14. september 2018, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 15. mars 2019. Núgildandi frestur er til 30. september 2018.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti og Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

14.Tryggvabraut 24 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2018090103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Efniviðs ehf., kt. 680704-2950, sækir um breytta notkun 2. og 3. hæðar húss nr. 24 við Tryggvabraut úr verslun og þjónustu í orlofsíbúðir.
Þar sem svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir verslun- og þjónustu samþykkir skipulagsráð að grenndarkynna umsókn um breytta notkun.
Fylgiskjöl:

15.Miðhúsavegur 1 - fyrirspurn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2018090317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er tillöguteikning.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og telur ekki þörf á gerð deiliskipulags þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16.Davíðshagi 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2017060027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2018 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir að fá afnot af lóðarparti lóðar nr. 13 við Naustagötu þar til bílastæðin við Davíðshaga 4 verða tilbúin.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að lóðarkantur lóðar nr. 13 við Naustagötu verði nýtt sem bílastæði þar sem bílastæði við Davíðshaga eru ekki tilbúin. Er leyfið veitt til 1. maí 2019 með fyrirvara um úthlutun lóðarinnar. Þá er gerð krafa um góðan frágang svæðisins að nýtingu lokinni.

17.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Frestað.

18.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090296Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

19.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd Da ehf., kt. 500707-1510, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

20.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Frestað.

21.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090298Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

22.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090300Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd Da ehf., kt. 500707-1510, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

23.Ránargata 27 - fyrirspurn vegna breytinga

Málsnúmer 2018060069Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 5. júní 2018 þar sem Ríkharður Ólafur Ríkharðsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi endurbætur á húsi nr. 27 við Ránargötu. Fyrirhuguð er endurbygging þaks með kvistum og bygging á sólpalli á þaki bílgeymslu. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir grunnmynd og útlit hússins eftir breytingar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista, öldungur ráðsins, tók við stjórn fundarins.

Þar sem engin athugasemd barst við grenndarkynningu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 692. fundar, dagsett 13. september 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 693. fundar, dagsett 20. september 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 20 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

Fundi slitið - kl. 10:00.