Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 15. nóvmeber 2017 þar sem Khattab Al Mohammed sækir um endurnýjun á stöðuleyfis fyrir matsöluvagn í Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 17. júlí 2017 þar sem Kristján Atli Dýrfjörð sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn í Hafnarstræti eða við Ráðhústorg. Vagninn er merktur ferðaþjónustufyrirtækinu Via Tours. Vagninn mun mögulega verða færður niður á bryggju þegar skip koma. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram fylgigögn og upplýsingar sem farið er fram á að fylgi umsókn.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd GA Samvirkni ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagninn við Sundlaug Akureyrar, vestan við íþróttahúsið við Laugargötu, fyrir árið 2018. Meðfylgjandi er starfsleyfi og samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 662. fundur - 18.01.2018

Erindi dagsett 4. janúar 2018 þar sem Thomas Piotr ehf. sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir pylsuvagn við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 668. fundur - 01.03.2018

Erindi dagsett 15. nóvember 2017 þar sem Khattab Al Mohammed sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir matsöluvagn í Hafnarstræti samkvæmt meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og mun afgreiða umsókn um stöðuleyfi þegar nánari útfærsla á söluvagni og rekstrarleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra liggur fyrir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 23. mars 2018 þar sem Jóhanna María Elena Matthíasdóttir fyrir hönd Strútsins ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn á Ráðhústorgi. Meðfylgjandi er samþykki heilbrigðiseftirlitsins.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið með fyrirvara um aðra staðsetningu vagnsins.

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 23. mars 2018 þar sem Jóhanna María Elena Matthíasdóttir fyrir hönd Strútsins ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn á Ráðhústorgi. Meðfylgjandi er samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Byggingafulltrúi samþykkti erindið með fyrirvara um staðsetningu vagnsins. Á deildafundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs var lagt til að færa skúrinn aðeins austar, einnig væri möguleiki að setja hann vestast á torgið inn í hringnum við stallana norðan við vatnsfontinn.
Skipulagsráð hafnar færslu vagnsins að svo stöddu með vísan til gildandi samþykktar um götu- og torgsölu en vísar hugmyndinni til endurskoðunar miðbæjarskipulags.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 681. fundur - 07.06.2018

Erindi dagsett 5. júní 2018 þar sem Marino Raffaele sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn í Hafnarstræti fyrir Lasagne and more ehf., kt. 430518-0380. Meðfylgjandi er samþykki Heilbrigðiseftirlits og mynd af húsi/vagni.
Byggingarfulltrúi óskar eftir nánari skýringum þar sem sýnt er fram á að um söluvagn sé að ræða.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 682. fundur - 25.06.2018

Erindi dagset 5. júní 2018 þar sem Marino Raffaele sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn í Hafnarstræti fyrir Lasagne and more ehf., kt. 430518-0380. Meðfylgjandi er samþykki Heilbrigðiseftirlits og mynd af húsi/vagni. Innkomnar nýjar teikningar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Katrín Ósk Ómarsdóttir sækir um nætursöluleyfi fyrir Kósku ehf., / Lemon Akureyri, kt. 480317-0250, söluvagn við Ráðhústorg. Óskað er eftir leyfi fyrir 6., 20. og 21. júlí, 10., 11., 17. og 18. ágúst 2018. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurland eystra.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir umbeðnar nætur við norðanvert Ráðhústorg. Umsækjanda er bent á að hafa samband við Norðurorku vegna tengingar við vatn og rafmagn.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 12. september 2018 þar sem Pawel Jarzabek fyrir hönd Akureyrilovebiketours hjólaleigu óskar eftir langtímaleyfi til að hafa aðstöðu fyrir 14,9 m² söluvagn í miðbænum. Ekkert skilgreint söluvagnastæði er laust eins og er og því óskar Pawel eftir að reynt verði að finna stað fyrir hann.
Í ljósi þess að svæðum fyrir langtímaleyfi söluvagna hefur öllum verið úthlutað sér skipulagsráð sér ekki fært að veita leyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 12. september 2018 þar sem Pawel Jarzabek fyrir hönd Akureyrilovebiketours hjólaleigu óskar eftir langtímaleyfi til að hafa aðstöðu fyrir 14,9 m² söluvagn/-skúr. Ekkert skilgreint söluvagnastæði er laust eins og er og því óskar Pawel eftir að reynt verði að finna stað fyrir hann.

Skipulagsráð tók erindið fyrir 26. september sl. og taldi ekki fært að veita leyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Er óskað eftir endurskoðun ákvörðunar og sérstaklega bent á að ekki er eingöngu verið að óska eftir svæði í miðbænum.
Skipulagsráð telur ekki að forsendur séu fyrir endurskoðun fyrri ákvörðunar. Í gildi eru ákveðnar reglur um leyfi fyrir götu- og torgsölu og að mati ráðsins samræmist það ekki ákvæðum þeirra reglna að veita langtímaleyfi fyrir söluaðstöðu á öðrum stöðum en þar kemur fram.

Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra að setja í gang vinnu við endurskoðun reglnanna og tilnefnir Þórhall Jónsson D-lista og Helga Snæbjarnarson L-lista í vinnuhóp vegna endurskoðunarinnar.