Davíðshagi 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060027

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 640. fundur - 21.07.2017

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi á fjölbýlishúsinu Davíðshaga 4, matshluta 02 á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 19. júlí 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 672. fundur - 03.04.2018

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóð nr. 4 við Davíðshaga. Sótt er um að fjölga íbúðum um eina, breyta aðkomu að leiksvæði og lóð ásamt breytingum á innréttingu íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 676. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi á lóð nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 26. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 18. september 2018 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir að fá afnot af lóðarparti lóðar nr. 13 við Naustagötu þar til bílastæðin við Davíðshaga 4 verða tilbúin.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að lóðarkantur lóðar nr. 13 við Naustagötu verði nýtt sem bílastæði þar sem bílastæði við Davíðshaga eru ekki tilbúin. Er leyfið veitt til 1. maí 2019 með fyrirvara um úthlutun lóðarinnar. Þá er gerð krafa um góðan frágang svæðisins að nýtingu lokinni.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 703. fundur - 13.12.2018

Erindi dagsett 5. desember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á fjölbýlishúsi nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir samþykki eigenda/kaupenda í húsinu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 767. fundur - 07.05.2020

Erindi frá Haraldi Sigmari Árnasyni dagsett 5. desember 2018 fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, og nýtt erindi dagsett 25. mars 2020 fyrir hönd Davíðshaga 4 húsfélags, kt. 551118-0100, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum ásamt svalalokunum á fjölbýlishúsi nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2020 ásamt samþykki meirihluta eigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.