Miðhúsavegur 1 - fyrirspurn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2018090317

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er tillöguteikning.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og telur ekki þörf á gerð deiliskipulags þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 705. fundur - 10.01.2019

Erindi dagsett 20. desember 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 708. fundur - 31.01.2019

Erindi dagsett 25. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg ásamt breytingum á núverandi húsi. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 709. fundur - 07.02.2019

Erindi dagsett 25. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg ásamt breytingum á núverandi húsi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 6. febrúar 2019.
Staðgengill byggingafulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 732. fundur - 18.07.2019

Erindi dagsett 16. júlí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum af Miðhúsavegi 1. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.