Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum

Málsnúmer 2018040318

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 er lagt til við skipulagsráð að breyting verði gerð á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum. Afmörkun þess verði löguð að deiliskipulagi Norður-Brekku neðri hluta, og gert verði ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu.
Skipulagsráð heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Á fundi skipulagsráðs þann 2. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 með því að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 22. júní 2018 þar sem gert er ráð fyrir framhjáhlaupi, skipulagssvæðið hefur verið aðlagað að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 2. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 með því að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 22. júní 2018 þar sem gert er ráð fyrir framhjáhlaupi, skipulagssvæðið hefur verið aðlagað að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráráreyrum sem felst í að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 18. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og Norðurorku dagsett 19. september 2018 þar sem fram koma ábendingar sem varða lagnir á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3441. fundur - 02.10.2018

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. september 2018:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráráreyrum sem felst í að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 18. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og Norðurorku dagsett 19. september 2018 þar sem fram koma ábendingar sem varða lagnir á svæðinu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.