Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagsráð ákveður að úthluta Gránufélagsgötu 51 byggt á útdrætti og þar sem Búvís ehf., hafði fengið Grímseyjargötu 2 var það ekki haft með í útdrættinum. Dregið milli Da ehf., og VN fasteigna ehf., og fékk síðarnefnda fyrirtækið lóðina.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Í ljósi þess að frá því að þessar lóðir fóru í auglýsingu hefur Akureyrarbær hafið vinnu við útfærslu rútubílastæða á Akureyri og hafa hönnuðir bent á Gránufélagsgötu 51 sem valkost. Ég tel því að það sé ekki tímabært að úthluta lóðinni að svo stöddu.