Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Njarðarness 12 sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. október 2018 með fresti til að gera athugasemdir til 15. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð telur þó að skoða þurfi sérstaklega hvaða áhrif breytingin hefur á fyrirhugaðan göngustíg.