Njarðarnes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018080077

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 frá Haraldi S. Árnasyni þar sem hann fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, lóðarhafa Njarðarness 12 sækir um eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi er gilda fyrir lóðina og í framhaldi af því verði erindið grenndarkynnt.

1) Lóð hússins verði stækkuð um hluta af göngustíg er liggur vestan við lóð. Lóðarstækkun er 120,5 m² og verður því heildarlóð hússins 4186,2 m².

2) Þak hússins verði gert einhalla með mestu vegghæð 12,5 m en minnsta vegghæð 9,2 m. Samkvæmt skilmálum er mesta vegghæð 9,0 m og mesta mænishæð/þakhæð 12,5 m.

3) Nýting lóðar verði 0,55 í stað 0,50.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjenda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn.

Skipulagsráð telur þó að skoða þurfi sérstaklega hvaða áhrif breytingin hefur á fyrirhugaðan göngustíg.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Á fundi skipulagsráðs þann 16. ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Njarðarnes 12. Var umsækjanda heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við umsókn en að huga þyrfti sérstaklega að áhrifum á fyrirhugaðan göngustíg sem liggur meðfram lóðinni. Er tillaga að breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Njarðarness 12 sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. október 2018 með fresti til að gera athugasemdir til 15. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Njarðarness 12 sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. október 2018 með fresti til að gera athugasemdir til 15. nóvember. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.