Krókeyrarnöf 2 og 4 - umsókn um stækkun aðkeyrslu

Málsnúmer 2018090102

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Sigurbjörn Gunnarsson eigandi Krókeyrarnafar 4, og Benedikt Sigurðarson eigandi Krókeyrarnafar 2, sækja um stækkun aðkeyrslu að húsum nr. 2 og 4 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Stækkun aðkeyrslu felur í sér breytingu á deililskipulagi svæðisins og stækkun á sameiginlegri lóð með heitið Krókeyrarnöf 2-4 (lnr. 212219).
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun aðkeyrslu í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og Akureyrarbæ. Er mælt með að sviðsstjóra skipulagssviðs verði heimilt að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi deiliskipulagsbreyting liggur fyrir.