Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting fyrir frístundahús við Búðargil

Málsnúmer 2015020045

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra þann 15. október 2014 að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og verður deiliskipulagsbreyting unnin samhliða (mál nr. 2014090264).

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytinguna sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsetta 25. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. febrúar 2015:
Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra þann 15. október 2014 að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi og verður deiliskipulagsbreyting unnin samhliða (mál nr. 2014090264).
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytinguna sem unnin er af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dagsetta 25. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Skipulagslýsing var auglýst 4. mars á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Auglýsing birtist 5. mars í Akureyri vikublaði. Frestur til að skila inn ábendingum var til 20. mars 2015.

Ábendingar bárust frá:

1) Sjúkrahúsið á Akureyri, Bjarni Jónassson, dagsett 10. mars 2015.

Hönnun nýrrar aðkomu að sjúkrahúsinu, endurstaðsetningu bílastæða og þyrlupalls má ekki setja skorður sem og frekari nýtingu lóðarinnar til sjúkrahúss- og heilbrigðisstarfsemi til lengri framtíðar. Fyrirhugaðar breytingar munu takmarka það svigrúm og er þeim harðlega mótmælt.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 12. mars 2015.

Ekki eru gerðar athugasemdir. Bent er á að leita þarf umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri og kynna skal tillöguna á vinnslustigi.


Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsetta 25. mars 2015.
Svör við athugasemdum við lýsingu:

1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir forstjóra Sjúkrahúss Akureyrar og hafnar beiðni umsækjanda um stækkun lóðar til norðurs.

2) Leitað hefur verið eftir umsögn Sjúkrahússins á Akureyri um tillöguna sbr. ofangreint.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi Búðargils (sjá málsnr. 2014090264) og breytingartillaga að deiliskipulagi Innbæjarins.

Bæjarstjórn - 3371. fundur - 07.04.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:

Skipulagslýsing var auglýst 4. mars á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Auglýsing birtist 5. mars í Akureyri vikublaði. Frestur til að skila inn ábendingum var til 20. mars 2015.

Ábendingar bárust frá:

1) Sjúkrahúsið á Akureyri, Bjarni Jónasson, dagsett 10. mars 2015.

Hönnun nýrrar aðkomu að sjúkrahúsinu, endurstaðsetningu bílastæða og þyrlupalls má ekki setja skorður sem og frekari nýtingu lóðarinnar til sjúkrahúss- og heilbrigðisstarfsemi til lengri framtíðar. Fyrirhugaðar breytingar munu takmarka það svigrúm og er þeim harðlega mótmælt.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 12. mars 2015.

Ekki eru gerðar athugasemdir. Bent er á að leita þarf umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri og kynna skal tillöguna á vinnslustigi.


Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsetta 25. mars 2015.

Svör við athugasemdum við lýsingu:

1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir forstjóra Sjúkrahúss Akureyrar og hafnar beiðni umsækjanda um stækkun lóðar til norðurs.

2) Leitað hefur verið eftir umsögn Sjúkrahússins á Akureyri um tillöguna sbr. ofangreint.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi Búðargils (sjá málsnr. 2014090264) og breytingartillaga að deiliskipulagi Innbæjarins.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Skipulagslýsing var auglýst 5. mars 2015 í Akureyri Vikublaði. Drög að aðalskipulagsbreytingunni voru kynnt 25. mars 2015.

Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni í bréfi dagsettu 15. apríl 2015.

Tillagan var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu þann 29. apríl með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða voru auglýstar deiliskipulagsbreytingar fyrir Búðargil og fyrir Innbæ.

Engin athugasemd var gerð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Skipulagslýsing var auglýst 5. mars 2015 í Akureyri Vikublaði. Drög að aðalskipulagsbreytingunni voru kynnt 25. mars 2015.
Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni í bréfi dagsettu 15. apríl 2015.
Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu þann 29. apríl með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða voru auglýstar deiliskipulagsbreytingar fyrir Búðargil og fyrir Innbæ.
Engin athugasemd var gerð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.