Laufásgata - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skólplagnar

Málsnúmer 2015030194

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Erindi dagsett 18. mars 2015 þar sem Magnús Magnússon frá Verkís, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við lagningu skólplagnar frá Laufásgötu niður að skólpdælustöð sunnan lóðar Útgerðarfélags Akureyringa ehf. Meðfylgjandi er erindi með frekari upplýsingum ásamt yfirliti yfir lagnaleiðina.

Samþykki Útgerðarfélagsins fyrir framkvæmdinni liggur fyrir.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við skólplögn frá Laufásgötu að skolpdælustöð sunnan ÚA sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.