Giljaskóli, Kiðagil 11 - umsókn um brettavöll

Málsnúmer 2015010120

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar kt. 710501-2380, f.h. hverfisnefndar Giljahverfis, sækja um framkvæmdaleyfi fyrir brettavelli á lóð Giljaskóla. Fyrir liggur samþykki skólastjóra Giljaskóla og framkvæmdadeildar. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að byggður verði brettavöllur innan lóðar Giljaskóla og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna tillöguna íbúum í næsta nágrenni.

Afgreiðslu erindisins er því frestað.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Ólína Freysteinsdóttir kom aftur á fundinn kl. 10:20.
Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, f.h. hverfisnefndar Giljahverfis sækja um framkvæmdaleyfi fyrir brettavelli á lóð Giljaskóla. Fyrir liggur samþykki skólastjóra Giljaskóla og framkvæmdadeildar. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Erindið var grenndarkynnt frá 12. febrúar með athugasemdafresti til 12. mars 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti frá íbúum í Skessugili 21, dagsett 9. mars 2015.

Íbúarnir leggjast eindregið gegn brettavelli þar sem það mun valda íbúum ónæði. Nú þegar er töluvert ónæði af sparkvellinum.

Umsögn Norðurorku barst 29. janúar 2015 þar sem fram kemur að engar lagnir eru þar sem brettavöllurinn er fyrirhugaður.
Svar við athugasemd:

Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að brettavöllur sé vel sýnilegur og í nálægð við fyrirhugaða notendur og því sé skólalóðin hentugasti staðurinn í hverfinu. Einnig bendir nefndin á að umsóknin er að frumkvæði hverfisnefndar Giljahverfis með samþykki Giljaskóla.


Skipulagsnefnd samþykkir því erindið en beinir því til umsækjanda að útfæra hljóðmön og gróður á þann veg að skermun gagnvart íbúðabyggðinni verði sem mest.