Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.
Afgreiðslu málsins er frestað.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur mið af gjaldflokkum sem fram koma í gatnagerðarlögum nr. 153/2006.
Afgreiðslu málsins er frestað.

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur mið af gjaldflokkum sem fram koma í lögum um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar.

Bæjarráð - 3462. fundur - 11.06.2015

Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar og Pétur Bolli Jóhhannesson skipulagsstjóri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir endurskoðun á gatnagerðargjöldum.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fundinn undir þessum lið.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur m.a. mið af gjaldflokkum sem fram koma í lögum um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsnefnd - 209. fundur - 19.08.2015

Formaður skipulagsnefndar í samráði við bæjarráð óskar eftir að nefndin taki aftur fyrir tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, sem nefndin vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 24. júní 2015, hvað varðar síðustu málsgrein gr. 4.3.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, breytt 19. ágúst 2015, verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista fór af fundi kl. 09:55

Bæjarráð - 3470. fundur - 27.08.2015

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 19. ágúst 2015:
Formaður skipulagsnefndar í samráði við bæjarráð óskar eftir að nefndin taki aftur fyrir tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, sem nefndin vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 24. júní 2015, hvað varðar síðustu málsgrein gr. 4.3.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, breytt 19. ágúst 2015, verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.