Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, sækir um byggingarleyfi fyrir hús af stærðinni 10x14m eða að flatarmáli 140m2 á lóðinni við Aðalstræti 12b. Nánari skýringar um eldri málsatvik og úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála er í meðfylgjandi bréfi.

Deiliskipulagsafmörkun í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 12b er ekki sú sama og fyrir lóðina sem eigandi lóðarinnar Aðalstræti 12b, Nýr morgun ehf., keypti og var því ekki hægt að heimila byggingu af þeirri stærð sem óskað var eftir. Sótt var um deiliskipulagsbreytingu sem skipulagsnefnd synjaði. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkti synjun skipulagsnefndar um þá breytingu. Samkvæmt ofangreindu er deiliskipulagsbreyting forsenda þess að hægt sé að byggja á umræddri lóð þar sem núgildandi deiliskipulag sýnir stærri lóð en eigandinn á. Samkvæmt lóðarblaði sem er í samræmi við skikann sem keyptur var, er byggingarreitur skilgreindur 9x13m.

Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er óskað eftir stærri byggingarreit eða 10x14m en af því leiðir að gera þarf breytingu á núgildandi deiliskipulagi sem nú er í vinnslu svo og vegna breytingar á lóðarmörkum.

Afgreiðslu erindisins er frestað og því vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. október 2012.
Hjörleifur vildi ræða um lóð sína Aðalstræti 12b þar sem að hann vill byggja hús af stærðinni 10x14 metrar en skipulagsnefnd heimilar aðeins 9x13 m.
Einnig vill hann að yfirlýsing frá íbúum í Aðalstræti 9 um að hann fái svæði fyrir bílastæði sunnan lóðarinnar nr. 9 við Aðalstræti verði tekin til greina. Yfirlýsingin fylgir með í gögnum sem Hjörleifur lét fylgja.

Í nýsamþykktu deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins er skilgreindur byggingarreitur fyrir nýbyggingu og bílastæði eins og skipulagsnefnd/bæjarstjórn taldi að gæti rúmast innan skilgreindrar lóðar. Þinglýstur eigandi lóðarinnar gerði ekki athugasemd við stærð og afmörkun byggingareitsins á auglýsingatíma. Gera má því ráð fyrir ekki sé ágreiningur um umfang nýbyggingar. Fallin er úr gildi yfirlýsing frá íbúum Aðalstrætis 9 um afnot af svæði fyrir bílastæði skv. meðfylgjandi kaupsamningi þinglýstum 11. maí 2011. 

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu um breytingu á deiliskipulagi og vísar að öðru leyti til fyrri svara við fyrirspurninni.

Skipulagsnefnd - 181. fundur - 11.06.2014

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson sækir um deiliskipulagsbreytingu með það í huga að hægt verði að byggja fjölbýlishús á lóðinni Aðalstræti 12b.

Skipulagsnefnd telur að ekki sé ástæða til að gera breytingar á núgildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem nú þegar er heimild til staðar um uppbyggingu á lóðinni við Aðalstræti 12b.

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu um breytingu á deiliskipulagi og vísar að öðru leyti til fyrri svara við fyrirspurninni.

Skipulagsnefnd - 185. fundur - 20.08.2014

Erindi dagsett 30. júní 2014 frá Hjalta Steinþórssyni hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, þar sem farið er fram á endurupptöku á beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Aðalstrætis 12b, vegna synjunar skipulagsnefndar frá 11. júní 2014.

Skipulagsnefnd fellst á að grenndarkynna fyrirspurnina þar sem farið er fram á að breyta skilmálum lóðarinnar á þann veg, að heimilt verði að byggja fjölbýlishús með fjórum íbúðum í stað tveggja íbúða húss á tveimur hæðum eins og heimilt er í dag. Ekki verði gerð breyting á stærð byggingarreits sem er 9x13m. Óskað er eftir viðeigandi gögnum, sem byggja á skilmálum gildandi deiliskipulags er sýna drög að tillögu húss þ.e. grunnmyndir, útlit og sneiðingu sem endurspegla aðstæður gagnvart nánasta umhverfi sem síðar verði grenndarkynnt. Drögin verði einnig send Minjastofnun Ísland til umsagnar eins og ákvæði deiliskipulags segja til um.

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna beiðni um breytingu á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir að íbúðum á lóðinni fjölgaði úr tveimur í fjórar. Tillagan var grenndarkynnt 19. janúar til 16. febrúar 2015.

Fimm athugasemdir bárust:

1) Ólafur Sigurðsson, Aðalstræti 12, dagsett 22. janúar 2015.

Hann er andsnúinn fyrirhugaðri fjölgun íbúða vegna bílastæðamála þar sem gera má ráð fyrir að húsinu fylgi minnst átta bílar. Einnig bendir hann á að brekkan syðst á lóðinni sé að síga fram og að þar sé skriðuhætta.

2) Anney Alfa Jóhannsdóttir, Aðalstræti 12, dagsett 3. febrúar 2015.

Hún er ekki hlynnt breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar þannig að hægt verði að byggja fjölbýlishús með fjórum íbúðum. Hún gerir hinsvegar ekki athugasemd við að byggt verði tveggja íbúða hús á tveimur hæðum á lóðinni eins og heimilt er í dag.

3) Júlía Margrét Guðbjargardóttir og Skarphéðinn Reynisson, Aðalstræti 14, dagsett 12. febrúar 2015.

Óskað er eftir því að grenndarkynningin verði felld úr gildi þar sem tölvugerð mynd af húsinu sé röng. Þau eru mótfallin fyrirhugðu húsi vegna bílastæðamála og benda á að mikil umferð sé nú þegar við götuna.

4) Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky, Aðalstræti 14, dagsett 15. febrúar 2015.

Þau mótmæla því að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar og að þar verði byggt fjögurra íbúða fjölbýlishús. Einnig eru þau mótfallin fyrirhuguðu húsi vegna bílastæðamála. Fyrirhugað er að opna safn í Gamla spítalanum og við það aukast þrengslin enn meir. Þau benda á ósamræmi á milli tölvugerðrar myndar og afstöðumyndar.

5) Undirskriftarlisti með 15 undirskriftum frá íbúum við Aðalstræti 7-16, dagsett 16. febrúar 2015.

Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir íbúa varðandi aukna umferð með tilkomu fjölgunar íbúða á lóðinni. Einnig er tekið undir áhyggjur íbúa vegna bílastæðaþarfa hússins þar sem ekki er hægt að koma fyrir nema tveimur bílastæðum innan lóðarinnar. Ef miðað er við stærð fyrirhugaðra íbúða er gerð krafa um a.m.k. 4 bílastæði innan lóðarinnar með vísun í ákvæði gr. 5.2.1 greinargerðar Aðalskipulags Akureyrar 2005 - 2018.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við beiðni umsækjanda um breytingu á deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar sl.

Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, fer fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar þar sem hann telur að ákvörðunin hafi verið haldin ágöllum og ekki í samræmi við lög.

Til vara er þess óskað að skipulagsnefnd rökstyðji ákvörðun sína með vísun í 21. gr. stjórnsýslulaga.
Skipulagsnefnd vísar beiðni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar.

Bæjarráð - 3454. fundur - 09.04.2015

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:

Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar sl.

Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, fer fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar þar sem hann telur að ákvörðunin hafi verið haldin ágöllum og ekki í samræmi við lög.

Til vara er þess óskað að skipulagsnefnd rökstyðji ákvörðun sína með vísun í 21. gr. stjórnsýslulaga.

Skipulagsnefnd vísar beiðni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar.

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til endurupptöku.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 21. apríl 2015 þar sem Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fer fram á heimild skipulagsnefndar til að vinna breytingarblað á gildandi deiliskipulagi Innbæjarins.

Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar 2015.

Í framhaldi af því fór Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd vísaði beiðinni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar og samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 9. apríl 2015 beiðni um endurupptöku.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Erindi dagsett 20. ágúst 2015 þar sem Hjörleifur Hallgríms f.h. H. Hallgríms, kt. 710114-0990, sækir um að fá að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, breyta kröfu um fjölda bílastæða og leggur fram hugmynd um að gera Aðalstræti að einstefnugötu frá Lækjargötu að syðri gatnamótum við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Loga Má Einarsson með hugmynd að húsi með 4 íbúðum.
Við síðustu umfjöllun skipulagsnefndar þann 29. apríl s.l. um þetta mál heimilað hún umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem þýðir að tillagan verður grenndarkynnt.

Stendur sú bókun ennþá.


Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.

Skipulagsnefnd heimilaði síðan umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Arkitektum.
Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkir skipulagsráð að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga hefur borist.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.

Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkti skipulagsráð að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Plús Arkitektum.

Skipulagsráð samþykkti þann 11. janúar 2017 að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga bærist.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. mars til 13. apríl 2017.

3 athugsemdir bárust ásamt undirskriftalista:

1) Aðalstræti 9 ehf., dagsett 25. mars 2017.

Benedikt Arthursson og Hrönn Friðriksdóttir f.h. Aðalstrætis 9 ehf. mótmæla byggingu Aðalstrætis 12b með sömu rökum og gert var með undirskriftalista dagsettum 16. febrúar 2015.

Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.

2) Skarphéðinn Reynisson og Júlía Margrét Guðbjargardóttir, dagsett 3. apríl 2017.

Vegna þrengsla í Innbænum teljum við að bærinn verði að fylgja almennum skilmálum deiliskipulagsins þar sem krafa er um 2 bílastæði á hverja íbúð og samþykkjum því aldrei að þarna verði byggðar 4 íbúðir. Athygli er vakin á að sótt verður um að steypa vegg á lóðarmörkum vegna hæðarmismunar og þrengist þá innkeyrsla sunnan við hús 12b. Umferð hefur aukist mikið vegna starfsemi Aflsins í Gamla spítalanum.

3) Sólveig Eiríksdóttir, dagsett 10. apríl 2017.

Umræddum breytingum er hafnað og tekið er undir fram komnar athugasemdir frá nágrönnum. Ítrekaðar eru ábendingar um þrengsli og skort á bílastæðum. Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir.

4) Undirskriftalisti með 11 undirskriftum, dagsettur 31. mars 2017.

Ítrekuð eru fyrri mótmæli frá því í febrúar 2015. Nú tveimur árum síðar er orðið enn þrengra um íbúa á svæðinu hvað bílastæði varðar.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma með tillögur að svörum við athugasemdum og jafnframt að skoða fornleifar á lóðinni.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.

Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkti skipulagsráð að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Plús Arkitektum.

Skipulagsráð samþykkti þann 11. janúar 2017 að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga bærist.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. mars til 13. apríl 2017.

Fjórar athugsemdir bárust ásamt undirskriftalista:

1) Aðalstræti 9 ehf., dagsett 25. mars 2017.

Benedikt Arthursson og Hrönn Friðriksdóttir f.h. Aðalstrætis 9 ehf. mótmæla byggingu Aðalstrætis 12b með sömu rökum og gert var með undirskriftalista dagsettum 16. febrúar 2015.

Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.

2) Skarphéðinn Reynisson og Júlía Margrét Guðbjargardóttir, dagsett 3. apríl 2017.

Vegna þrengsla í Innbænum teljum við að bærinn verði að fylgja almennum skilmálum deiliskipulagsins þar sem krafa er um 2 bílastæði á hverja íbúð og samþykkjum því aldrei að þarna verði byggðar 4 íbúðir. Athygli er vakin á að sótt verður um að steypa vegg á lóðamörkum vegna hæðarmismunar og þrengist þá innkeyrsla sunnan við hús 12b. Umferð hefur aukist mikið vegna starfsemi Aflsins í Gamla spítalanum.

3) Sólveig Eiríksdóttir, dagsett 10. apríl 2017.

Umræddum breytingum er hafnað og tekið er undir fram komnar athugasemdir frá nágrönnum. Ítrekaðar eru ábendingar um þrengsli og skort á bílastæðum. Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir.

4) Undirskriftalisti með 11 undirskriftum, dagsettur 31. mars 2017.

Ítrekuð eru fyrri mótmæli frá því í febrúar 2015. Nú tveimur árum síðar er orðið enn þrengra um íbúa á svæðinu hvað bílastæði varðar.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum.
Svör við athugasemdum:

1)

Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar.

Verðgildi eigna: Ekki liggur fyrir nein rökstudd athugun á því.


2)

Þrengsli á lóðamörkum: Allir veggir á lóðamörkum eru leyfisskyldir og krefjast samþykkis beggja lóðarhafa. Ekki er því tekið undir þá athugasemd.

Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar. Skipulagssvið hefur svarað öðrum spurningum sem fram komu í athugasemd.


3) og 4) Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar.


Fornleifar: Sviðsstjóri vekur athygli á að veggur frá Gamla spítalanum, sem stóð á lóðinni og brann, er eldri en 100 ára og telst því til fornleifa. Áður en framkvæmdir verða heimilaðar á lóðinni þarf að leita umsagnar minjavarðar um hann.


Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar heimild til að byggja 4 íbúðir á lóðinni.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 19. júní 2017, þar sem tilkynnt er um kæru sem Halldóra K. Hauksdóttir leggur fram f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar. Kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 10. maí 2017, þar sem tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna Aðalstrætis 12b var hafnað. Þess er krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Úrskurðarnefndin óskar eftir að nefndinni verði send öll gögn varðandi málið innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins og er bæjaryfirvöldum gefinn kostur á að tjá sig um til sama tíma.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að veita umbeðnar upplýsingar og gera grein fyrir afstöðu Akureyrarkaupstaðar til kærunnar.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. september sl. í máli nr. 66/2017 vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að skipulagsráð hafi ekki haft vald til að synja deiliskipulagsbreytingunni heldur eingöngu að koma með tillögu að afgreiðslu til bæjarstjórnar. Það hefur því ekki verið tekin lokaákvörðun í málinu og þarf bæjarstjórn því að taka málið til efnislegrar afgreiðslu.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar telur skipulagsráð æskilegt að endurskoða samþykkt um skipulagsráð og hugsanlega einnig bæjarmálasamþykkt Akureyrar. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs jafnframt að undirbúa mál deiliskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Aðalstræti 12b fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Ekki eru taldar forsendur til þess að breyta afstöðu skipulagsráðs og er mælt með því að bæjarstjórn hafni deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsettur 4. september 2018, í máli nr. 66/2017 þar sem kærð var ákvörðun skipulagsráðs Akureyrarbæjar frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti á Akureyri. Í úrskurðinum er lagt fyrir bæjarstjórn Akureyrar að taka umsókn kæranda um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samkvæmt athugasemdum í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. september 2018:

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. september sl. í máli nr. 66/2017 vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að skipulagsráð hafi ekki haft vald til að synja deiliskipulagsbreytingunni heldur eingöngu að koma með tillögu að afgreiðslu til bæjarstjórnar. Það hefur því ekki verið tekin lokaákvörðun í málinu og þarf bæjarstjórn því að taka málið til efnislegrar afgreiðslu.


Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar telur skipulagsráð æskilegt að endurskoða samþykkt um skipulagsráð og hugsanlega einnig bæjarmálasamþykkt Akureyrar. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs jafnframt að undirbúa mál deiliskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Aðalstræti 12b fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Ekki eru taldar forsendur til þess að breyta afstöðu skipulagsráðs og er mælt með því að bæjarstjórn hafni deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.


Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að hafna deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lagt fram erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar dagsett 4. október 2018, fyrir hönd H. Hallgríms ehf., kt. 710114-0990, þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja megi fjórar 40-50 fm íbúðir í húsi sem til stendur að byggja á lóðinni Aðalstræti 12b. Í erindinu kemur fram að aðstæður hafi breyst frá því að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingar um fjölgun íbúða í samræmi við erindi fór fram vorið 2017. Er farið fram á að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingarinnar verði endurtekin.
Skipulagsráð bendir á að bæjarstjórn samþykkti á fundi 18. september sl. að hafna breytingu á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir heimild til að byggja hús með fjórum íbúðum. Ekki er fallist á þau rök að aðstæður hafi breyst það mikið, frá því að skipulagsráð tók málið fyrir, að taka eigi málið upp að nýju. Er mælt með að bæjarstjórn hafni því að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði grenndarkynnt að nýju.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lagt fram erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar dagsett 4. október 2018, fyrir hönd H. Hallgríms ehf., kt. 710114-0990, þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja megi fjórar 40-50 fm íbúðir í húsi sem til stendur að byggja á lóðinni Aðalstræti 12b. Í erindinu kemur fram að aðstæður hafi breyst frá því að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingar um fjölgun íbúða í samræmi við erindi fór fram vorið 2017. Er farið fram á að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingarinnar verði endurtekin.

Skipulagsráð bendir á að bæjarstjórn samþykkti á fundi 18. september sl. að hafna breytingu á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir heimild til að byggja hús með fjórum íbúðum. Ekki er fallist á þau rök að aðstæður hafi breyst það mikið, frá því að skipulagsráð tók málið fyrir, að taka eigi málið upp að nýju. Er mælt með að bæjarstjórn hafni því að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði grenndarkynnt að nýju.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Hlynur Jóhannsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Lagt fram erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fyrir hönd H. Hallgríms ehf. dagsett 25. mars 2021 þar sem ítrekuð er beiðni um heimild til að breyta deiliskipulagi sem nær til Aðalstrætis 12b á þann veg að þar megi byggja hús með fjórum íbúðum í stað tveggja eins og gildandi deiliskipulag segir til um.
Í ljósi breyttra forsendna samþykkir skipulagsráð að grenndarkynna að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Lögð fram að lokinni grendarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Aðalstrætis 12b. Var tillagan kynnt með bréfi dagsettu 29. apríl 2021 með athugasemdafresti til 1. júní. Bárust þrjú athugasemdabréf á kynningartíma. Er jafnframt lögð fram tillaga að svari við efni innkominna athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt tillögu að svari við innkomnum athugasemdum. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að sjá um gildistöku breytingarinnar.