Afgreiðslur skipulagsstjóra á byggingarmálum

Málsnúmer 2015030210

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar þann 25. febrúar sl. vegna Hafnarstrætis 106 um verklagsreglur við afgreiðslur byggingarmála leggur formaður nefndarinnar til eftirfarandi:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsstjóri samþykki byggingarmál er varða nýbyggingar og breytingar á útliti húsa án aðkomu skipulagsnefndar nema annað sé tilgreint í deiliskipulagi."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu formanns samhljóða.