Miðbær Akureyrar - breyting á skilmálum deiliskipulagsins

Málsnúmer 2015030188

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Miðbæjar Akureyrar", dagsetta 25. mars 2015 sem unnin er af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.

Um er að ræða breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 og eru eftirfarandi:

5.3 Hönnun og uppdrættir vegna nýbygginga, viðbygginga og breytinga á eldra húsnæði.

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form, eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta.

Áður en aðaluppdrættir vegna nýbygginga eru lagðir fram skal leggja fram forteikningar, m.a. þrívíðar sem gefa með greinargóðum hætti grein fyrir ofantöldum atriðum. Ekki er þörf á slíku þegar um er að ræða viðbyggingu eða breytingar á formi eða útliti á eldra húsnæði.

Allar breytingar á friðuðum húsum og húsum eldri en 100 ára og nánasta umhverfi þeirra, eftir því sem við á, eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands."

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 í greinargerð deiliskipulags "Miðbæjar Akureyrar" og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað varðandi málsmeðferð. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að breytingin á skilmálum deiliskipulagsins verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3371. fundur - 07.04.2015

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar', dagsetta 25. mars 2015 sem unnin er af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.

Um er að ræða breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 og eru eftirfarandi:

5.3 Hönnun og uppdrættir vegna nýbygginga, viðbygginga og breytinga á eldra húsnæði.

'Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form, eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta.

Áður en aðaluppdrættir vegna nýbygginga eru lagðir fram skal leggja fram forteikningar, m.a. þrívíðar sem gefa með greinargóðum hætti grein fyrir ofantöldum atriðum. Ekki er þörf á slíku þegar um er að ræða viðbyggingu eða breytingar á formi eða útliti á eldra húsnæði.

Allar breytingar á friðuðum húsum og húsum eldri en 100 ára og nánasta umhverfi þeirra, eftir því sem við á, eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands.'

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 í greinargerð deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar' og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað varðandi málsmeðferð. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að breytingin á skilmálum deiliskipulagsins verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Formaður skipulagsnefndar óskaði eftir umræðu um frekari breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 greinargerðar deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar' er varðar aðkomu nefndarinnar að umsóknum um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi bygginga.
Eftir umræður á fundinum telur skipulagsnefnd ekki ástæðu til að gera frekari breytingar að svo stöddu.