Krossanes 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015030195

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Erindi dagsett 19. mars 2015 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands, kt. 600269-2089, sækir um lóð nr. 7 við Krossanes. Meðfylgjandi er ársskýrsla Sláturfélags Suðurlands svf.

Einnig fylgir bókun Hafnastjórnar Norðurlands frá 11. mars 2015, sem gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði úthlutað til fyrirtækisins, enda er að hluta til um hafnsækna starfsemi að ræða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðina í samræmi við ákvæði 2. gr. reglna um lóðaveitingar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 539. fundur - 07.05.2015

Erindi dagsett 19. mars 2015 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands, kt. 600269-2089, sækir um lóð nr. 7 við Krossanes. Meðfylgjandi er ársskýrsla Sláturfélags Suðurlands svf.

Einnig fylgir bókun Hafnastjórnar Norðurlands frá 11. mars 2015, sem gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði úthlutað til fyrirtækisins, enda er að hluta til um hafnsækna starfsemi að ræða.
Innkomin tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2015 frá umsækanda lóðarinnar þar sem tilkynnt er að tekin hefur verið ákvörðun um að draga umsóknina til baka að sinni vegna óvissu sem nú ríkir í efnahagsmálum vegna kjaradeilna.