Skipulagsnefnd

132. fundur 15. febrúar 2012 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, Oddeyrarbryggja - breyting á afmörkun hafnarsvæðis við Strandgötu

Málsnúmer 2012010393Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dagsetta 15. febrúar 2012, unna af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf.
Lagt er til lítilsháttar stækkun hafnarsvæðis til vesturs með Strandgötu vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

2.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012010232Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun Skipulagsnefndar dagsettri 9. nóvember 2011, lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Oddeyrar vegna stækkunar á lóð Bústólpa ehf. og breytinga á umráðasvæði Hafnarsamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting þar sem hafnarsvæði er stækkað lítillega til vesturs.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

3.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluti - Drottningarbrautarreitur, var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Tillagan var sett fram á deiliskipulagsuppdrætti og þrívíddaruppdráttum ásamt greinargerð, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi miðbæjar dagsettum 16. desember 2011.
Einnig fylgir skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011 og hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð frá Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista en endanlegar tölur um fjölda hafa ekki verið staðfestar.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Drottningarbraut - athugasemdir dags. 7.2.2012".

Innkomnar athugasemdir lagðar fram og yfirfarnar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

4.Dalsbraut - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2012020096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um leyfi til framkvæmda vegna framlengingar á Dalsbraut frá Þingvallastræti til Miðhúsabrautar.
Framkvæmdin telst ekki matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 skv. úrskurði Skipulagsstofnunar dagsettum 26. janúar 2012.
Meðfylgjandi eru útboðsgögn frá Verkfræðistofu Norðurlands.
Framkvæmdadeild hefur gert hæðarmælingar á landi á lóðarmörkum í nágrenni götunnar og í sjálfu götustæðinu, sjá meðfylgjandi skjal merk "Dalsbraut - innmæld landhæð".

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

a) Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins.

5.Naustahverfi 1. áfangi, Hólmatún 1 - 3 og 5 - 9, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110159Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga dagsett 15. febrúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur AVH ehf. f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 30. nóvember 2011.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Hólmatún 1 og 3-5 fá húsnúmerin 1-3 og 5-9 eftir breytinguna af því að húsum fjölgar.
b) Húsgerðir á reitum C1 og C2 breytast. Í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss auk kjallara á reit C1 koma tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 8 íbúðum.
Í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum og bílgeymslukjallara á reit C2 koma þrjú tveggja hæða fjölbýlishús, alls 12 íbúðir. Engir kjallarar né bílgeymslur verða í húsunum.
c) Byggingarreitir stækka og lóðarstærðir breytast.
d) Efsti hæðarpunktur bygginga verður ekki hærri en á upprunalegu deiliskipulagi.
e) Heimilt byggingarmagn minnkar. Nh á lóð C1 var 0,74 en verður 0,39. Nh á lóð C2 var 1,18 en verður 0,35.
f) Bílastæðum fækkar úr 79 í 41 stæði.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Klettaborg - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2011090088Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar var auglýst 14. desember 2011 og var athugasemdafrestur til 26. janúar 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

7.Glerárgata 7 - fyrirspurn um að breyta húsnæði í hótel

Málsnúmer 2012010364Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2012 þar sem Birgir Jósepsson f.h. óstofnaðs félags um eignina Glerárgata 7 (Sjallinn) óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess hvort leyfi fáist til að breyta Glerárgötu 7 í hótel. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar og skrifleg yfirlýsing um bindandi kauptilboð eigenda Glerárgötu 7.

Samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er lóðin Glerárgata 7 á skilgreindu "miðsvæði" þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi s.s. veitinga- og gistihúsum. Í gildandi deiliskipulagi svæðisins sem er frá 1996 er gert ráð fyrir að reitur 26 verði áfram skilgreindur undir miðbæjarstarfsemi.

Skipulagsnefnd telur því að umbeðin breyting á notkun hússins falli undir ákvæði og skilmála gildandi aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins.

8.Naustahverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sómatún 9-25.

Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 9-25 við Sómatún. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumyndir.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem byggist á innsendri tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstjóra og formanni nefndarinnar er falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu.

9.Sómatún 9-21 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2012 þar sem Björn Friðþjófsson f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 9-21 við Sómatún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Creditinfo.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

10.Naustahverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sómatún 33-35

Málsnúmer 2012020014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2012 frá Sverri Gestssyni og Hrefnu Óladóttur. Þau óska eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33-35 við Sómatún þannig að heimilt verði að byggja eins til tveggja hæða einbýlishús á lóðinni í stað tveggja hæða parhúss.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Sómatún 33-35 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2012 þar sem Sverrir Gestsson og Hrefna Óladóttir sækja um lóð nr. 33-35 við Sómatún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka og umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Sjafnarnes 2 - Ægisnes 3 - umsókn um breytta hæðarlegu

Málsnúmer 2011120043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2012 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir að Akureyrarbær taki til skoðunar að nýju að breyta hæðarlegu lóða vegna Sjafnarness 2 og Ægisness 3 í samræmi við færslu Krossanesbrautar nær lóðinni að Sjafnarnesi 2. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.
Erindið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 11. janúar 2012 þar sem erindinu var hafnað. Óskað er eftir rökstuðningi vegna fyrri afgreiðslu um höfnun á erindinu.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að rökstyðja höfnun á fyrirspurninni í samræmi við umræður á fundinum.

13.Draupnisgata 7n - ósk um álit skipulagsnefndar á breyttri notkun húss

Málsnúmer 2011100128Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist meðfylgjandi kæra dagsett 20. janúar 2012 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er höfnun á erindi um breytta notkun atvinnuhúsnæðis að Draupnisgötu 7n á Akureyri.
Vegna framkominnar kæru er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um málið innan 30 daga.

Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra falið að senda úrskurðarnefndinni umbeðin gögn ásamt greinargerð.

14.Skipulagsmál

Málsnúmer 2011030154Vakta málsnúmer

Eiður Matthíasson, Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Eftirfarandi fyrirspurnarliðum var vísað til skipulagsnefndar:
b) Hann spurði hvers vegna ekki væri enn búið að opna Brálund.
c) Hann vill að klárað verði að leggja stofnbraut í gegnum Naustahverfi áður en fleiri lóðum verður úthlutað þar í öðrum áfanga hverfisins.

Svör skipulagsnefndar við fyrirspurnunum:

b) Beðið er eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi tengingar götunnar við Miðhúsabraut var kært.

c) Ekki er gert ráð fyrir að lögð verði stofnbraut í gegnum Naustahverfi en gert er ráð fyrir að Kjarnagata haldi áfram til suðurs og að tengibrautin Naustabraut verði lögð austast á svæðinu.

15.Tjarnartún - umferðarmál

Málsnúmer 2011020055Vakta málsnúmer

Hjördís Jónsdóttir og Kristján Ólafsson, Tjarnartúni 9 og Kristján B. Garðarsson og Helga Alfreðsdóttir, Tjarnartúni 15, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þau vilja vekja athygli á þeirri miklu umferð og umferðarhraða sem fer í gegnum Tjarnartúnið. Þau vilja að leitað sé leiða til að létta á umferð um Tjarnartúnið, en það sé í dag önnur af tveimur leiðum inn í hverfið. Umferðin hefur aukist gríðarlega í götunni og þeirra hugmyndir eru tvær.
Sú fyrri er að opna á umferð inn og út úr hverfinu að norðanverðu og nota þá götuna sem liggur meðfram Miðhúsabraut þannig að komið verði út hjá Bónus. Hin hugmyndin er að gera Tjarnartúnið að einstefnu út úr hverfinu og svo Vallartúnið að einstefnugötu inn í hverfið.

Hámarkshraði í Naustahverfi er 30 km nema á Naustabraut og Naustagötu. Umferðarskipulag Naustahverfis er hannað með það í huga að umferð um hverfið fari fyrst og fremst um safngötuna Kjarnagötu og Naustabraut/Naustagötu og dreifist síðan um íbúagötur sem liggja þvert á Kjarnagötu og Naustagötu. Með þessu er verið að hindra óþarfa umferð um íbúagötur og gera svæðin öruggari fyrir börn á leið í skóla sem er í næsta nágrenni. Ef opnað verður í hverfið frá Miðhúsabraut og inn á Ásatún mun umferð um íbúagöturnar Ásatún, Geislatún, Hólatún og Fossatún aukast til muna og til ama fyrir íbúa við þær götur. 

Samkvæmt nýlegum mælingum á umferðarhraða í Tjarnartúni (sjá meðfylgjandi skjal) sem framkvæmdar voru 20.1.-27.1. 2012 kemur fram að meðalhraði bifreiða er undir 30 km hraða og 85% af umferð er undir hraðanum 32-34 km. Einnig kemur fram að fjöldi bifreiða á sólarhring í báðar áttir er 740 farartæki. Umferðarmagn og hraði í götunni mun verða mældur aftur í sumar til samanburðar.

Ef Tjarnartúni verður breytt í einstefnugötu mun stór hluti umferðar sem þarf að komast að íbúagötum norðan við Tjarnartún þurfa að fara lengri leið en ella. Skipulagsnefnd telur því ekki hugmyndirnar um breytingar á gatnakerfinu til þess fallnar að umferð breytist til batnaðar. 

Að öðru leyti er vísað til svars skipulagsnefndar frá 25. janúar sl.

16.Fyrirspurn vegna 107. greinar í byggingarreglugerð nr. 44/1998

Málsnúmer 2011110066Vakta málsnúmer

Guðmundur Ómar Guðmundsson, Skálateigi 7, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann fjallaði um málefni heyrnarskertra, sem snúa að tónmöskvum í mannvirkjum bæjarins. Tónmöskvar senda hljóð beint í heyrnartæki þeirra sem þau nota.
Einnig óskar hann eftir svörum við spurningum í þremur liðum sbr. bréf dagsett 9. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd felur skipulagstjóra að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður á fundinum.

17.Eiðsvallagata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir anddyri

Málsnúmer 2012010357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Andrésar Magnússonar, sækir um byggingarleyfi til að byggja anddyri við aðalinngang á austurhlið hússins að Eiðsvallagötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Víðimýri 2 - fyrirspurn um breytingu á þaki

Málsnúmer 2012010289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Guðmundar H Sigurðssonar og Brynhildar Pétursdóttur leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist til að hækka hluta þaksins á húsinu að Víðimýri 2. Meðfylgjandi er teikning frá Kollgátu.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Hafnarstræti 107b - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011060073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, sækir um leyfi til að steypa stétt austan við húsið að Hafnarstræti 107b fyrir útiaðstöðu tilvonandi veitingahúss. Meðfylgjandi eru teikningar og nánari skýringar í bréfi.

Endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins er ekki lokið og því ekki vitað á þessari stundu hvernig skipulagi svæðisins verður endanlega háttað. Skipulagsnefnd fagnar þó uppbyggingu og endurbótum á Ingimarshúsi og heimilar framkvæmdir til fimm ára utan lóðarinnar. Fyrri bókun um málið er þar með felld úr gildi.

20.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 25. janúar 2012. Lögð var fram fundargerð 382. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.

Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 1. febrúar 2012. Lögð var fram fundargerð 383. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 8. febrúar 2012. Lögð var fram fundargerð 384. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.