Fyrirspurn vegna 107. greinar í byggingarreglugerð nr. 44/1998

Málsnúmer 2011110066

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Guðmundur Ómar Guðmundsson, Skálateigi 7, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann fjallaði um málefni heyrnarskertra, sem snúa að tónmöskvum í mannvirkjum bæjarins. Tónmöskvar senda hljóð beint í heyrnartæki þeirra sem þau nota.
Einnig óskar hann eftir svörum við spurningum í þremur liðum sbr. bréf dagsett 9. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd felur skipulagstjóra að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður á fundinum.