Skipulags- og framkvæmdamál

Málsnúmer 2011030154

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 112. fundur - 13.04.2011

Eiður Matthíasson, Kjarnagötu 28 mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 24. mars s.l. með ábendingar og spurningar.
Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar eftirfarandi liðum:
a) Spurði um stöðu framkvæmda vegna tengingar Skógarlundar og Miðhúsabrautar um Brálund. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að hún yrði að veruleika.
c) Spurði hvort ekki væri hætt við að byggja á lóðum sunnan Naustaskóla og hvort ekki mætti moka yfir grunna sem á þeim væru.
e) Lýsti óánægju sinni með stækkun á verslun ÁTVR vegna staðsetningar verslunarinnar.

Svör við fyrirspurn:

a) Deiliskipulagsbreyting vegna tengingar Brálundar við Miðhúsabraut var kærð til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og er beðið niðurstöðu hennar. Úrskurðar er að vænta innan skamms.

c) Umræddum lóðum sunnan Naustaskóla hefur flestum verið úthlutað nema lóð nr. 55-59 og framkvæmdir hafnar á sumum þeirra. Lóðarhöfum ber að ganga frá lóðum sínum á tryggilegan hátt ef framkvæmdir eru ekki fyrirhugaðar þannig að öryggi íbúa í grennd sé tryggt. Nú á vordögum munu starfsmenn skipulagsdeildar yfirfara öryggisþætti umræddra lóða og gera viðeigandi athugasemdir um frágang ef honum er ábótavant.

e) Skipulagsnefnd bendir á að umrædd deiliskipulagstillaga er í auglýsingarferli og því hægt að gera formlegar athugasemdir við hana sem skipulagsnefnd mun fjalla um að loknum auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd - 129. fundur - 16.12.2011

Eiður Matthíasson íbúi í Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og kom með nokkrar ábendingar og spurningar:
a) Spurðist fyrir um tengingu Skógarlundar og Miðhúsabrautar um Brálund og lagði áherslu á mikilvægi þess að hún yrði að veruleika.
c) Spurði hvort ekki væri hætt við að byggja á lóðum sunnan Naustaskóla og hvort ekki mætti moka yfir grunna sem á þeim væru.
d)Stakk upp á því að sundlaug yrði byggð í Naustahverfi, t.d. á þeirri lóð þar sem til stóð að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
e) Lýsti óánægju sinni með stækkun á verslun ÁTVR vegna staðsetningar verslunarinnar.
f) Spurði hver staðan væri varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og lýsti ánægju sinni með þær.

Svar við fyrirspurn:

a) Beðið er eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi tengingar götunnar við Miðhúsabraut var kært.

c) Nokkrum lóðum hefur verið úthlutað á þessu svæði og eru hafnar framkvæmdir á sumum þeirra og eru þær því ekki lengur á ábyrgð Akureyrarbæjar. Aðrar lóðir á svæðinu eru auglýstar til úthlutunar.

d) Gefur ekki tilefni til svars.

e) Gefur ekki tilefni til svars.

f) Bæjarstjórn samþykkti nýverið deiliskipulag við Dalsbraut og nágrenni og er tillagan nú í yfirferð hjá Skipulagsstofnun vegna staðfestingar deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Eiður Matthíasson, Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Eftirfarandi fyrirspurnarliðum var vísað til skipulagsnefndar:
b) Hann spurði hvers vegna ekki væri enn búið að opna Brálund.
c) Hann vill að klárað verði að leggja stofnbraut í gegnum Naustahverfi áður en fleiri lóðum verður úthlutað þar í öðrum áfanga hverfisins.

Svör skipulagsnefndar við fyrirspurnunum:

b) Beðið er eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi tengingar götunnar við Miðhúsabraut var kært.

c) Ekki er gert ráð fyrir að lögð verði stofnbraut í gegnum Naustahverfi en gert er ráð fyrir að Kjarnagata haldi áfram til suðurs og að tengibrautin Naustabraut verði lögð austast á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Eiður Guðni Mattíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.
Eftirfarandi lið var vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar:
c) Er óánægður með frágang á húsagrunnum milli Mýrartúns og Kjarnagötu sunnan Naustaskóla. Vill vita hvað á að gera við þá.

Komnir eru nýir eigendur að flestum lóðunum milli Mýrartúns og Kjarnagötu og má því ætla að framkvæmdir fari af stað á ný. Ef ekki, verður hægt að gera kröfu til nýrra eigenda um úrbætur ef í ljós kemur að öryggismálum sé ábótavant. Ekki er mælt með að hróflað verði við jarðvegshaugum á lóðunum nema að framkvæmdir hefjist á ný, því slíkt kallar á moldarfok með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa við Mýrartún og Kjarnagötu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 429. fundur - 23.01.2013

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. janúar 2013.
c) Spyr um hver verði framtíð Brálundar.
d) Spyr um hvernig bærinn ætli að bregðast við ónýttum grunnum í Naustahverfi.

Svar við fyrirspurn:

b) Gatan Brálundur er á samþykktu deiliskipulagi en tenging hennar við Miðhúsabraut í aðalskipulagi hefur verið felld úr gildi vegna niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um málið. Tengingunni hefur nú þegar verið lokað og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framhald málsins á þessari stundu.

d) Nánast allar óbyggðar lóðir í 1. og 2. hluta Naustahverfis eru í byggingu eða eru að fara af stað að undanskildum nokkrum grunnum sem eru í eigu fjármálafyrirtækja. Gera má ráð fyrir að hverfið verði fullklárað innan tveggja ára.

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
a) Grunnar í Naustahverfi.
Eiður hefur áður bent á að hætta skapist af grunnum í Naustahverfi. Finnst að bærinn ætti að leysa þá til sín.
b) Dalsbraut.
Eiður spyrst fyrir um nýju ljósin á mótum Dalsbrautar og Þingvallarstrætis. Hann telur þau vera slysagildru og hefði viljað sjá hringtorg á þessu svæði eins og er til dæmis við mót Skógarlundar og Dalsbrautar.

a) Komnir eru nýir eigendur að flestum lóðunum milli Mýrartúns og Kjarnagötu og má því ætla að framkvæmdir fari af stað á ný. Aðrar lóðir er auglýstar til úthlutunar.

b)  Samkvæmt umferðarspá er umferð um Þingvallastræti við Dalsbraut um 3500-4000 bílar á sólarhring. Umferðarsérfræðingar hafa bent á að ljósastýrð gatnamót séu mun öruggari fyrir gangandi vegfarendur en hringtorgslausnir en einmitt á þessum stað er talsverð umferð gangandi skólabarna. M.a vegna þessa var ákvörðun tekin um ljósastýringu á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar.

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.
b) Hvetur bæjaryfirvöld til þess að opna Brálund aftur.
d) Hann spyr hvort ekki eigi að breyta Kjarnagötunni. Hann kvartar sérstaklega yfir syðstu beygjunni og hvetur til þess að hún verði löguð.

b) Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald þessa máls s.s. hugsanlega tengingu Brálundar við Miðhúsabraut en slíkt kallar á aðalskipulagsbreytingu.

d) Í nýlega samþykktu deiliskipulagi sem tekur til vestari hluta Kjarnagötu er gert ráð fyrir að gatan verði rétt af að hluta. Aðrar breytingar á götunni eru ekki fyrirhugaðar.