Hafnarstræti 107b - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011060073

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 353. fundur - 22.06.2011

Erindi dagsett 20. júní 2011 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, sækir um leyfi til breytinga og lagfæringa á húsinu að Hafnarstræi 107b. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki frá Húsfriðunarnefnd og Minjaverði Norðurlands eystra, teikningar eftir Svein Valdimarsson og nánari skýringar í bréfi.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 355. fundur - 06.07.2011

Erindi dagsett 20. júní 2011 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, sækir um leyfi til breytinga og lagfæringa á húsinu að Hafnarstræi 107b. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki frá Húsfriðunarnefnd og Minjaverði Norðurlands eystra, teikningar eftir Svein Valdimarsson og nánari skýringar í bréfi. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 357. fundur - 27.07.2011

Erindi dagsett 5. júlí 2011 þar sem Hólmsteinn Snædal sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar að Hafnarstræti 107b.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, sækir um leyfi til að steypa stétt austan við húsið að Hafnarstræti 107b fyrir útiaðstöðu tilvonandi veitingahúss. Meðfylgjandi eru teikningar og nánari skýringar í bréfi.

Endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins er ekki lokið og því ekki vitað á þessari stundu hvernig skipulagi svæðisins verður endanlega háttað. Skipulagsnefnd fagnar þó uppbyggingu og endurbótum á Ingimarshúsi og heimilar framkvæmdir til fimm ára utan lóðarinnar. Fyrri bókun um málið er þar með felld úr gildi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 413. fundur - 12.09.2012

Erindi dagsett 10. september 2012 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, leggur inn reyndarteikningar og sækir jafnframt um leyfi til að setja upp við húsið að Hafnarstræti 107b lítinn óupphitaðan geymsluskúr fyrir útihúsgögn og fl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svein Valdimarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu málsins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 420. fundur - 07.11.2012

Erindi dagsett 10. september 2012 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, leggur inn reyndarteikningar og sækir jafnframt um leyfi til að setja upp við húsið að Hafnarstræti 107b lítinn óupphitaðan geymsluskúr fyrir útihúsgögn og fleira. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svein Valdimarsson. Innkomið samþykki lóðarhafa 30. október 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.