Víðimýri 2 - fyrirspurn um breytingu á þaki

Málsnúmer 2012010289

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Erindi dagsett 20. janúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Guðmundar H Sigurðssonar, kt. 090570-5529, og Brynhildar Pétursdóttur, kt. 300469-5079, leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist til að hækka hluta þaksins á húsinu að Víðimýri 2. Meðfylgjandi er teikning frá Kollgátu.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 20. janúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Guðmundar H. Sigurðssonar, kt. 090570-5529, og Brynhildar Pétursdóttur, kt. 300469-5079, lagði fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir hækkun á austurhluta þaks hússins að Víðimýri 2 var sent í grenndarkynningu sem lauk 16. mars sl. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.