Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1 og 3 - 5, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110159

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 128. fundur - 30.11.2011

Erindi dagsett 15. nóvember 2011 frá Antoni Erni Brynjarssyni þar sem hann f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr 1 og 3-5 við Hólmatún í samræmi við meðfylgjandi tillögu, þannig að leyft verði að byggja tveggja hæða fjölbýlishús á lóðunum.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innsenda tillögu. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Lögð fram tillaga dagsett 15. febrúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur AVH ehf. f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 30. nóvember 2011.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Hólmatún 1 og 3-5 fá húsnúmerin 1-3 og 5-9 eftir breytinguna af því að húsum fjölgar.
b) Húsgerðir á reitum C1 og C2 breytast. Í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss auk kjallara á reit C1 koma tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 8 íbúðum.
Í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum og bílgeymslukjallara á reit C2 koma þrjú tveggja hæða fjölbýlishús, alls 12 íbúðir. Engir kjallarar né bílgeymslur verða í húsunum.
c) Byggingarreitir stækka og lóðarstærðir breytast.
d) Efsti hæðarpunktur bygginga verður ekki hærri en á upprunalegu deiliskipulagi.
e) Heimilt byggingarmagn minnkar. Nh á lóð C1 var 0,74 en verður 0,39. Nh á lóð C2 var 1,18 en verður 0,35.
f) Bílastæðum fækkar úr 79 í 41 stæði.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3317. fundur - 21.02.2012

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Lögð fram tillaga dags. 15. febrúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur AVH ehf f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 30. nóvember 2011.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Hólmatún 1 og 3-5 fá húsnúmerin 1-3 og 5-9 eftir breytinguna af því að húsum fjölgar.
b) Húsgerðir á reitum C1 og C2 breytast. Í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss auk kjallara á reit C1 koma tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 8 íbúðum.
Í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum og bílgeymslukjallara á reit C2 koma þrjú tveggja hæða fjölbýlishús, alls 12 íbúðir. Engir kjallarar né bílgeymslur verða í húsunum.
c) Byggingarreitir stækka og lóðarstærðir breytast.
d) Efsti hæðarpunktur bygginga verður ekki hærri en á upprunalegu deiliskipulagi.
e) Heimilt byggingarmagn minnkar. Nh á lóð C1 var 0,74 en verður 0,39. Nh á lóð C2 var 1,18 en verður 0,35.
f) Bílastæðum fækkar úr 79 í 41 stæði.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:

Ég legg til að þessari tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem hér er lögð fram verði frestað og málið verði kynnt hverfisnefnd Naustahverfis og fyrir íbúum hverfisins á opnum kynningarfundi.

 

Tillaga Njáls Trausta var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista og  Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Tillaga að breytingu lóðanna við Hólmatún 1-9 var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Þrjár athugasemdir bárust.
1) Benedikt Sigurðarson f.h. Búseta á Norðurlandi, dagsett 22. mars 2012.
2) Guðmundur Karl Tryggvason, Helga Árnadóttir, Halldór Sævar Guðbergsson og Sigurlaug Ásta Grétarsdóttir Hólatúni 22 og 24 dagsett 10. apríl 2012.
3) Hverfisnefnd Naustahverfis, dagsett 10. apríl 2012.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Hólmatún - athugasemdir og svör 25.4.2012".

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Hólmatún - athugasemdir og svör 25.4.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista óskar bókað: Ég tek undir gagnrýni hverfisnefndar Naustahverfis og vil því bóka mótmæli við tillögunni.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Tillaga að breytingu lóðanna við Hólmatún 1-9 var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Þrjár athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:
Ég tek undir gagnrýni hverfisnefndar Naustahverfis og vil því bóka mótmæli við tillögunni.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista, Ólafs Jónssonar D-lista og Sigfúsar Arnars Karlssonar B-lista.

 

Sigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Hverfisnefnd Naustahverfis gerði athugasemd við umrædda breytingu á deiliskipulaginu sem nú er tekið fyrir.  Þrátt fyrir að hverfisnefndir séu hvorki með skipunarbréf né ráðgefandi í málefnum Akureyrarkaupstaðar finnst mér að hlusta beri á athugasemdir þeirra eins og kostur er.  Að mínu mati eru þær athugasemdir sem hverfisnefnd Naustahverfis gerir á rökum reistar og tek ég undir þær af heilum hug.  Áheyrnarfulltrúi B-lista í skipulagsnefnd bókaði mótmæli við tillögunni og ég mun taka undir þau mótmæli og greiði atkvæði gegn þessari tillögu.