Tjarnartún - umferðarmál og sorphirða

Málsnúmer 2011020055

Vakta málsnúmer

Viðtalstímar bæjarfulltrúa - 3. fundur - 10.02.2011

Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119 og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, Tjarnartúni 9, 600 Akureyri, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
a) Hjördís og Kristján komu vegna umferðar við heimili þeirra sem er of mikil og of hröð. Þau vilja að létt verði á umferðinni um Tjarnartún sem er 30 km gata. Umferð hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Ryk og drulla gusast yfir lóð og hús. Útlit er fyrir að umferð aukist til muna þegar hverfið byggist upp. Þau vilja að kannað verði hvaða áhrif framkvæmdir í kring hafi á umferð á svæðinu. Hluti af skýringu aukinnar umferðar um Tjarnartún er að Geislatúni hefur verið lokað. Þau benda á að nauðsynlegt sé að fara í að kanna hvort að ekki megi gera úrbætur áður en að hverfið byggist frekar upp.

b) Þau gera athugasemdir við að sorpgjaldið skuli hafa verið hækkað á árinu 2010 og síðan sé ætlast til að þau fari með sorpið sjálf á grenndarstöðvar. Þau benda á að almennt sorp frá þeim sé nánast ekki neitt og að þau þurfi litla sem enga þjónustu við að koma frá sér sorpi og vilji þar af leiðandi fá afslátt af sorphirðugjaldi.

Viðtalstímar bæjarfulltrúa - 4. fundur - 24.02.2011

Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119 og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þau búa við Tjarnartún og finnst umferðarþungi gegnum götu þeirra mikill. Þau óska eftir úrbótum og þá helst að útkeyrsluleiðum verði fjölgað úr hverfinu.

Skipulagsnefnd - 110. fundur - 09.03.2011

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstíma þ. 17. febrúar og 24. febrúar 2011 þar sem Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119 og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, Tjarnartún 9, vilja að létt verði á umferðinni um Tjarnartún sem þau telja vera of mikla og of hraða. Gatan er skilgreind 30 km gata. Þau benda á að nauðsynlegt sé að kannað verði hvort ekki megi gera úrbætur áður en hverfið byggist frekar upp og þá helst þannig að akstursleiðum út úr hverfinu verði fjölgað.

Samkvæmt deiliskipulagi Naustahverfis er gert ráð fyrir tveimur innkeyrslum í þennan hluta hverfisins frá Naustagötu þ.e. um Tjarnartún og Vallartún auk innkeyrslu frá Kjarnagötu. Samkvæmt því ætti umferð að dreifast jafnt um hverfið sem ætla má að sé fyrst og fremst vegna umferðar íbúa í grennd við umræddar götur.

Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við Naustagötu og óskar jafnframt eftir áætlun um uppsetningu hliða og annarra aðgerða vegna 30 km hverfa í bænum.

Framkvæmdaráð - 235. fundur - 16.06.2011

Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstímum bæjarfulltrúa 17. og 24. febrúar 2011 þar sem Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119, og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, Tjarnartúni 9, vilja að létt verði á umferðinni um Tjarnartún sem þau telja vera of mikla og of hraða. Gatan er skilgreind 30 km gata. Þau benda á að nauðsynlegt sé að kannað verði hvort ekki megi gera úrbætur áður en hverfið byggist frekar upp og þá helst þannig að akstursleiðum út úr hverfinu verði fjölgað.
Skipulagsnefnd óskaði eftir því á fundi sínum þann 9. mars sl. við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við Naustagötu og óskar jafnframt eftir áætlun um uppsetningu hliða og aðrar aðgerðir vegna 30 km hverfa í bænum.

Framkvæmdaráð hefur gengið frá framkvæmdaáætlun ársins í ár og er 30 km hlið við Tjarnartún ekki inni í þeirri áætlun. Framkvæmdadeild er búin að óska eftir því við skipulagsdeild að fá samþykkta áætlun um uppsetningu hliða og aðrar aðgerðir vegna 30 km hverfa í bænum enda fer sú deild með umferðarmálin en ekki framkvæmdadeildin.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Skipulagsnefnd óskaði eftir því við framkvæmdaráð á fundi sínum þann 9. mars sl. að gengið verði frá 30 km hliði við Naustagötu og óskar jafnframt eftir áætlun um uppsetningu hliða og annarra aðgerða vegna 30 km hverfa í bænum.
Borist hefur svar framkvæmdaráðs þar sem fram kemur að framkvæmdaráð hefur gengið frá framkvæmdaáætlun ársins í ár og er 30 km hlið við Tjarnartún ekki inni í þeirri áætlun. Framkvæmdadeild er búin að óska eftir því við skipulagsdeild að fá samþykkta áætlun um uppsetningu hliða og aðrar aðgerðir vegna 30 km hverfa í bænum enda fari sú deild með umferðarmálin en ekki framkvæmdadeildin.

Skipulagsnefnd óskar eftir að tillaga að áætlun um aðgerðir í 30km hverfum sem unnin var 2007 af Mannviti verði lögð fyrir nefndina til skoðunar.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119, og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, Tjarnartúni 9, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14.október 2011.
Þau telja að umferðarþungi og hröð umferð sé í götunni. Þeim finnst forkastanlegt að loka Geislatúni norður úr. Áætlun í skipulaginu gerir ráð fyrir 1500 bílum á sólarhring á Tjarnartúni og þau telja að því hámarki sé þegar náð. Erfitt fyrir sjúkrabíla. Leggja til að ný gata verði tekin beint út úr hverfinu norður á Þórunnarstræti. Engin leið að koma við hljóðvörnum við götuna. Gengur illa með trjárækt í garðinum sem að áliti garðyrkjufræðings stafar af saltmengun frá götunni.

Samkvæmt deiliskipulagi Naustahverfis er gert ráð fyrir tveimur innkeyrslum í þennan hluta hverfisins frá Naustagötu þ.e. um Tjarnartún og Vallartún auk innkeyrslu frá Kjarnagötu. Samkvæmt því ætti umferð að dreifast jafnt um hverfið sem ætla má að sé fyrst og fremst vegna umferðar íbúa í grennd við umræddar götur. Uppbygging þessa hluta Naustahverfis er að mestu lokið og er gatnakerfi í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Tjarnartún er skilgreind sem 30 km íbúðagata og eru hljóðvarnir í samræmi við niðurstöður hljóðskýrslu sem unnin var við gerð deiliskipulags svæðisins. Allar götur í hverfinu eru hannaðar miðað við gildandi hönnunarstaðla og eiga því öryggisökutæki s.s. sjúkra- og slökkviliðsbílar að eiga greiðan aðgang um hverfið án vandræða.Innkeyrsla í gegnum Geislatún var hugsuð sem tímabundin innkeyrsla í hverfið eða þar til ráðist var í gerð Kjarnagötu og gerð hringtorgs við Miðhúsabraut.Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild er salt ekki notað í íbúðagötum og ætti því ekki að vera ástæða þess að gróður blómstrar ekki. Óskað hefur verið eftir við framkvæmdadeild að hún láti mæla umferðarhraða og fjölda bíla í Tjarnartúni við fyrsta tækifæri. Þegar þær mælingar liggja fyrir verður málið tekið fyrir á ný.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119, og Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, Tjarnartúni 9 og Kristján B. Garðarsson, kt. 150153-4769, og Helga Alfreðsdóttir, kt. 060253-2859, Tjarnartúni 15, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þau vilja vekja athygli á þeirri miklu umferð og umferðarhraða sem fer í gegnum Tjarnartúnið. Þau vilja að leitað sé leiða til að létta á umferð um Tjarnartúnið, en það sé í dag önnur af tveimur leiðum inn í hverfið. Umferðin hefur aukist gríðarlega í götunni og þeirra hugmyndir eru tvær.
Sú fyrri er að opna á umferð inn og út úr hverfinu að norðanverðu og nota þá götuna sem liggur meðfram Miðhúsabraut þannig að komið verði út hjá Bónus. Hin hugmyndin er að gera Tjarnartúnið að einstefnu út úr hverfinu og svo Vallartúnið að einstefnugötu inn í hverfið.

Hámarkshraði í Naustahverfi er 30 km nema á Naustabraut og Naustagötu. Umferðarskipulag Naustahverfis er hannað með það í huga að umferð um hverfið fari fyrst og fremst um safngötuna Kjarnagötu og Naustabraut/Naustagötu og dreifist síðan um íbúagötur sem liggja þvert á Kjarnagötu og Naustagötu. Með þessu er verið að hindra óþarfa umferð um íbúagötur og gera svæðin öruggari fyrir börn á leið í skóla sem er í næsta nágrenni. Ef opnað verður í hverfið frá Miðhúsabraut og inn á Ásatún mun umferð um íbúagöturnar Ásatún, Geislatún, Hólatún og Fossatún aukast til muna og til ama fyrir íbúa við þær götur.

Samkvæmt nýlegum mælingum á umferðarhraða í Tjarnartúni (sjá meðfylgjandi skjal) sem framkvæmdar voru 20.1.-27.1. 2012 kemur fram að meðalhraði bifreiða er undir 30 km hraða og 85% af umferð er undir hraðanum 32-34 km. Einnig kemur fram að fjöldi bifreiða á sólarhring í báðar áttir er 740 farartæki. Umferðarmagn og hraði í götunni mun verða mældur aftur í sumar til samanburðar.

Ef Tjarnartúni verður breytt í einstefnugötu mun stór hluti umferðar sem þarf að komast að íbúagötum norðan við Tjarnartún þurfa að fara lengri leið en ella. Skipulagsnefnd telur því ekki hugmyndirnar um breytingar á gatnakerfinu til þess fallnar að umferð breytist til batnaðar.

Að öðru leyti er vísað til svars skipulagsnefndar frá 25. janúar sl.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Kristján B. Garðarsson, kt. 150153-4769, Helga Alfreðsdóttir, kt. 060253-2859, Kristján Ólafsson, kt. 200348-3389, og Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. október 2012.
Þau vilja fjölga leiðum inn og út úr Naustahverfinu. Þau spyrja hvers vegna Ásatúnið endi skyndilega nánast úti í móa, hvort ætlunin sé að fara með það lengra.
Íbúar Tjarnatúns 9 óska eftir afnotum af 20-25 cm af gangstéttinni við eigin garð til að setja niður steina til að verja gróður í garðinum.
Óska eftir opnum íbúafundi í hverfinu um þessi mál til heyra viðhorf annarra íbúa.

Uppbyggingu Naustahverfis er að mestu lokið og er gatnakerfi í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á gatnakerfinu. Austurhluti Ásatúns endar í innkeyrslu á lóð sem ekki hafa verið hafnar framkvæmdir á.

Ekki er hægt að verða við beiðni um afnot af hluta gangstéttar vestan húss nr. 9 við Tjarnartún þar sem gangstéttar á þessu svæði eru einungis 2.25 m að breidd.

Bent er á að hverfisnefnd Naustahverfis heldur opna íbúafundi þar sem kjörnir fulltrúar og embættismenn sitja reglulega fyrir svörum um málefni hverfisins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 433. fundur - 20.02.2013

Hjördís Jónsdóttir, kt. 030539-3119, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 24. janúar 2013 vegna umferðar um Tjarnartún.
Hún telur umferð í Tjarnartúni of hraða og of mikla en hafi þó minnkað með tilkomu Dalsbrautar. Fer fram á að fá þrengingar í götuna til að minnka hraðann á umferðinni.

Samkvæmt mælingum á umferðarhraða í Tjarnartúni sem framkvæmdar voru 20.1.-27.1.2012 kemur fram að meðalhraði bifreiða er undir 30 km hraða og 85% af umferð er undir hraðanum 32-34 km/klst og því ekki talin þörf á að setja þrengingar í götuna. Að öðru leyti er vísað til svarbréfa dags. 25.1 og 17.2 2012 um málið.