Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012010232

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Í framhaldi af bókun Skipulagsnefndar dagsettri 9. nóvember 2011, lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Oddeyrar vegna stækkunar á lóð Bústólpa ehf. og breytinga á umráðasvæði Hafnarsamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting þar sem hafnarsvæði er stækkað lítillega til vesturs.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

Bæjarstjórn - 3317. fundur - 21.02.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 9. nóvember 2011, lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Oddeyrar vegna stækkunar á lóð Bústólpa ehf og breytinga á umráðasvæði Hafnasamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting þar sem hafnarsvæði er stækkað lítillega til vesturs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna Bústólpa ehf. og Hafnarsamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda 23. mars 2012, þar sem hafnarsvæðið er stækkað lítillega til vesturs.
Tillagan var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ábending barst frá framkvæmdadeild um niðurfellingu á bílastæðum næst Hjalteyrargötu þar sem bílastæðin kalla á færslu götunnar lítillega til suðurs.

Skipulagsnefnd samþykkir að fækka bílastæðum um 4 næst Hjalteyrargötunni og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna Bústólpa ehf og Hafnasamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda 23. mars 2012, þar sem hafnarsvæðið er stækkað lítillega til vesturs.
Tillagan var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ábending barst frá framkvæmdadeild um niðurfellingu á bílastæðum næst Hjalteyrargötu þar sem bílastæðin kalla á færslu götunnar lítillega til suðurs.
Skipulagsnefnd samþykkir að fækka bílastæðum um 4 næst Hjalteyrargötunni og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sigurður Guðmundsson A-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.