Sjafnarnes 2 - Ægisnes 3 - umsókn um breytta hæðarlegu

Málsnúmer 2011120043

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 130. fundur - 11.01.2012

Erindi dagsett 23. nóvember 2011 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarnes hf., kt. 691206-3270, óskar eftir að Akureyrarbær taki til skoðunar ósk um breytta hæðarlegu lóða Sjafnarness 2 og Ægisness 3, þannig að lóðirnar lækki og verði í svipaðri hæð og lega Krossanessbrautar. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd telur lækkun lóðanna ekki þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar m.a. vegna fyrirhugaðrar hæðarlegu Krossanesbrautar og tengingar við Sjafnarnes og hafnar því erindinu.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Erindi dagsett 25. janúar 2012 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir að Akureyrarbær taki til skoðunar að nýju að breyta hæðarlegu lóða vegna Sjafnarness 2 og Ægisness 3 í samræmi við færslu Krossanesbrautar nær lóðinni að Sjafnarnesi 2. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.
Erindið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 11. janúar 2012 þar sem erindinu var hafnað. Óskað er eftir rökstuðningi vegna fyrri afgreiðslu um höfnun á erindinu.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að rökstyðja höfnun á fyrirspurninni í samræmi við umræður á fundinum.