Kjarnaskógur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030052

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framlögð tillaga er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsett 13. apríl 2016.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á deiliskipulagi þar sem byggingarreit fyrir salernisaðstöðu er komið fyrir, bílastæði breytt og bætt er við göngustígum. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3393. fundur - 17.05.2016

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framlögð tillaga er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsett 13. apríl 2016.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á deiliskipulagi þar sem byggingarreit fyrir salernisaðstöðu er komið fyrir, bílastæði breytt og bætt er við göngustígum. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.