Matthíasarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030115

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. febrúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Viðbót við erindið barst 16. mars 2016 þar sem óskað var eftir hækkun á nýtingarhlutfalli.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3390. fundur - 05.04.2016

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. febrúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Viðbót við erindið barst 16. mars 2016 þar sem óskað var eftir hækkun á nýtingarhlutfalli.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 8. apríl og var athugasemdafrestur til 6. maí 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.