Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu fyrir rotþró og siturlagnir fyrir frárennsli fyrir Götu sólarinnar. Til vara er sótt um tímabundið leyfi fram á mitt næsta ár.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu á umbeðnu svæði og upplýsingar um plássþörf.
Framkvæmdadeild hefur skoðað umbeðna staðsetningu í samráði við forsvarsmann Kjarnaskógar og gerir ekki athugasemd við umbeðna staðsetningu.
Fyrra framkvæmdaleyfi gildir og skipulagsstjóri gefur út framkvæmdaleyfið þegar tilskyldum hönnunargögnum hefur verið skilað.