Gata sólarinnar - staðsetning á rotþró

Málsnúmer 2015090105

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 213. fundur - 30.09.2015

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu fyrir rotþró og siturlagnir fyrir frárennsli fyrir Götu sólarinnar. Til vara er sótt um tímabundið leyfi fram á mitt næsta ár.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu á umbeðnu svæði og upplýsingar um plássþörf.
Framkvæmdadeild hefur skoðað umbeðna staðsetningu í samráði við forsvarsmann Kjarnaskógar og gerir ekki athugasemd við umbeðna staðsetningu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna staðsetningu á rotþró og siturlögnum tímabundið til 1. ágúst 2016 þar sem fyrri fyrirhuguð staðsetning gengur ekki upp vegna plássleysis.
Fyrra framkvæmdaleyfi gildir og skipulagsstjóri gefur út framkvæmdaleyfið þegar tilskyldum hönnunargögnum hefur verið skilað.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu á rotþró fyrir frárennsli húsa við Götu sólarinnar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 30. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 15. desember 2015 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3387. fundur - 16.02.2016

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu á rotþró fyrir frárennsli húsa við Götu sólarinnar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 30. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 15. desember 2015 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.

Skipulagsnefnd fól skipulagdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd á fundi 13. apríl 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð staðsetning er um 30 m suðvestan við núverandi frístundasvæði og er landhalli til austurs eða suðausturs frá henni og á því ekki að hafa áhrif á núverandi byggð. Breytingin er gerð þar sem ekki er nægilegt pláss fyrir rotþróna vegna landhalla þar sem gert var ráð fyrir henni samkvæmt gildandi skipulagi. Skerðing á skóglendi vegna nýrrar staðsetningar er óveruleg og rotþróin verður lítið áberandi í landinu.

Bæjarstjórn - 3393. fundur - 17.05.2016

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.

Skipulagsnefnd fól skipulagdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd á fundi 13. apríl 2016.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð staðsetning er um 30 m suðvestan við núverandi frístundasvæði og er landhalli til austurs eða suðausturs frá henni og á því ekki að hafa áhrif á núverandi byggð. Breytingin er gerð þar sem ekki er nægilegt pláss fyrir rotþróna vegna landhalla þar sem gert var ráð fyrir henni samkvæmt gildandi skipulagi. Skerðing á skóglendi vegna nýrrar staðsetningar er óveruleg og rotþróin verður lítið áberandi í landinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.