Hafnarstræti 106, borð fyrir framan verslun - umsókn

Málsnúmer 2016040161

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf. óskar eftir heimild til að setja upp borð fyrir framan Hafnarstræti 106.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, óskar eftir heimild til að setja upp borð fyrir framan Hafnarstræti 106. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi 27. apríl 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja almennar reglur um nýtingu gangstéttar utan lóðarmarka við göngugötuna og Ráðhústorg og afgreiða mál í samræmi við þær.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 588. fundur - 02.06.2016

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi fyrir útiaðstöðu í sumar á gangstétt við Hafnarstræti 106.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 590. fundur - 15.06.2016

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi fyrir útiaðstöðu í sumar á gangstétt við Hafnarstræti 106. Innkomnar teikningar 14. júní 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið í samræmi við samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.