Dalsbraut 1 H - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga

Málsnúmer 2015100060

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingar á deiliskipulagi vegna viðbygginga við húsið Dalsbraut 1H. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir eftir Harald Árnason.
Skipulagsnefnd tekur að meginhluta til jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi að því tilskildu að samþykki meðeiganda í matshlutanum fyrir umbeðnum breytingum liggi fyrir. Tillagan verði unnin í samráði við skipulagsstjóra og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ekki hika ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga við hús nr. 3 við Gleráreyrar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 11. apríl 2016 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Samþykki meðeiganda í matshlutanum liggur fyrir.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3393. fundur - 17.05.2016

18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ekki hika ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga við hús nr. 3 við Gleráreyrar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 11. apríl 2016 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Samþykki meðeiganda í matshlutanum liggur fyrir.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga við húsið Dalsbraut 1.

Skipulagstillagan var grenndarkynnt frá 20. maí til 17. júní 2016.

Engin athugasemd barst.

Umsögn barst frá:

1) Norðurorku, dagsett 25. maí 2016.

Við fyrirhugaða stækkun þarf að færa lagnir og kerfisíhluti Norðurorku. Slík færsla mun verða á kostnað umbeiðanda, kort fylgir.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

Færslur á lögnum Norðurorku vegna framkvæmda, greiðast af umsækjanda.