Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingar á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar tillögu að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem kom á fundinn ásamt Ingvari Ívarssyni og kynntu þeir tillöguna.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna. Málinu er frestað.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.


Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.

Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningabrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.

Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningarbrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3393. fundur - 17.05.2016

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.

Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningarbrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Tekin til umræðu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þrjár umsagnir bárust:

1. Hafnarsamlag Norðurlands, dagsett 6. júní 2016.

a) Óskað er eftir því að lóðin Torfunef 1 verði færð vestar um 10-15 metra, þar sem húsið geti hamlað almennri hafnarþjónustu ef húsið er nær bryggju.

b) Óskað er eftir því að deiliskipulagið nái 7 metra austur að innkeyrslu af Drottningarbraut og inn á bryggjuna.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 21. júní 2016.

a) Ekki er gerð athugasemd við tillöguna en vakin er athygli á því að ef fornminjar finnist skal stöðva framkvæmdir.

3) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2016.

Engin athugasemd er gerð.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhannes Árnason, dagsett 2. júní 2016.

a) Leggur til að leigubílar og rútur geti ekið inn á lóð Hofs frá Glerárgötu.

b) Laga þyrfti gönguleið frá Strandgötu að Hofi þar sem gestir Hofs leggja í Strandgötu.

c) Kveða þyrfti á um frágang yfirborðs á lóð Hofs fyrir greiðari gönguleiðir og minni hættur.

d) Með grjótgarði er verið að taka sjóinn frá fólkinu, gönguleiðin ætti frekar að vera á brú eða að grjótgarðurinn bútaður meira niður þar sem sjórinn kæmist óhindraður undir.

e) Ef Glerárgata yrði mjókkuð gætu fengist mörg bílastæði. Bilastæðahús gæti verið undir Ráðhústorgi og við Gilsbakkaveg.

2) Reginn hf., dagsett 6. júlí 2016.

a) Lónið sem myndast milli Strandgötu 14 og nýrrar gönguleiðar mætti vera stærra.

b) Hönnun gönguleiðarinnar mætti vera opnari og náttúrulegri.

Margrét M. Róbertsdóttir, starfsmaður skipulagsdeildar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugasemdunum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svari við innkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Tillagan var send til umsagnar og auglýst með umsagnarfresti til 6. júlí 2016.

Þrjár umsagnir bárust:

1. Hafnarsamlag Norðurlands, dagsett 6. júní 2016.

a) Óskað er eftir því að lóðin Torfunef 1 verði færð vestar um 10-15 metra, þar sem húsið geti hamlað almennri hafnarþjónustu ef húsið er nær bryggju.

b) Óskað er eftir því að deiliskipulagið nái 7 metra austur að innkeyrslu af Drottningarbraut og inn á bryggjuna.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 21. júní 2016.

a) Ekki er gerð athugasemd við tillöguna en vakin er athygli á því að ef fornminjar finnast skal stöðva framkvæmdir.

3) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2016.

Engin athugasemd er gerð.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhannes Árnason, dagsett 2. júní 2016.

a) Leggur til að leigubílar og rútur geti ekið inn á lóð Hofs frá Glerárgötu.

b) Laga þyrfti gönguleið frá Strandgötu að Hofi þar sem gestir Hofs leggja í Strandgötu.

c) Kveða þyrfti á um frágang yfirborðs á lóð Hofs fyrir greiðari gönguleiðir og minni hættur.

d) Með grjótgarði er verið að taka sjóinn frá fólkinu, gönguleiðin ætti frekar að vera á brú eða að grjótgarðurinn bútaður meira niður þar sem sjórinn kæmist óhindraður undir.

e) Ef Glerárgata yrði mjókkuð gætu fengist mörg bílastæði. Bilastæðahús gæti verið undir Ráðhústorgi og við Gilsbakkaveg.

2) Reginn hf., dagsett 6. júlí 2016.

a) Lónið sem myndast milli Strandgötu 14 og nýrrar gönguleiðar mætti vera stærra.

b) Hönnun gönguleiðarinnar mætti vera opnari og náttúrulegri.

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svari við athugasemdum.
Afgreiðslu frestað.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 12.09.2016

Lögð var fram til kynningar skipulagstillaga að fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót. Tillagan var auglýst frá 25. maí með athugasemdafresti til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra gerir ekki athugasemdir við tillöguna sem slíka en óskar eftir við framkvæmdadeild að deiliuppdrættir af frágangi og útfærslum á svæðinu og vegna nýrrar gönguleiðar að Strandgötu verði lagðar fyrir nefndina á hönnunarstigi.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Tekin er til skoðunar skipulagstillaga að breytingum og fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót sem var auglýst frá 25. maí með athugasemdafresti til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.


Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhannes Árnason, dagsett 2. júní 2016.

a) Leggur til að leigubílar og rútur geti ekið inn á lóð Hofs frá Glerárgötu.

b) Laga þyrfti gönguleið frá Strandgötu að Hofi þar sem gestir Hofs leggja í Strandgötu.

c) Kveða þyrfti á um frágang yfirborðs á lóð Hofs fyrir greiðari gönguleiðir og minni hættur.

d) Með grjótgarði er verið að taka sjóinn frá fólkinu, gönguleiðin ætti frekar að vera á brú eða að grjótgarðurinn bútaður meira niður þar sem sjórinn kæmist óhindraður undir.

e) Ef Glerárgata yrði mjókkuð gætu fengist mörg bílastæði. Bilastæðahús gæti verið undir Ráðhústorgi og við Gilsbakkaveg.

2) Reginn hf., dagsett 6. júlí 2016.

a) Lónið sem myndast milli Strandgötu 14 og nýrrar gönguleiðar mætti vera stærra.

b) Hönnun gönguleiðarinnar mætti vera opnari og náttúrulegri.


Fjórar umsagnir bárust:

1. Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 6. júní 2016.

a) Óskað er eftir því að lóðin Torfunef 1 verði færð vestar um 10-15 metra, þar sem húsið geti hamlað almennri hafnarþjónustu ef húsið er nær bryggju.

b) Óskað er eftir því að rammi bryggju verði stækkaður um 7 metra til austurs suður að innkeyrslu af Drottningarbraut og inn á bryggjuna.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 21. júní 2016.

a) Ekki er gerð athugasemd við tillöguna en vakin er athygli á því að ef fornminjar finnast skal stöðva framkvæmdir.

3) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2016.

Engin athugasemd er gerð.

4) Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, dagsett 12. september 2016.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra gerir ekki athugasemdir við tillöguna sem slíka en óskar eftir við framkvæmdadeild að deiliuppdrættir af frágangi og útfærslum á svæðinu og vegna nýrrar gönguleiðar að Strandgötu verði lagðar fyrir nefndina á hönnunarstigi.
Svör við athugasemdum.

1a) Þar sem Glerárgata er stofnbraut og þrenging götunnar fyrirhuguð telst ekki ásættanlegt að hafa þar frárein fyrir rútur.

1b) Þessi athugasemd er ekki viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar en henni er vísað áfram til framkvæmdadeildar.

1c) Þessi athugasemd er ekki viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar og gefur því ekki tilefni til svars.

1d) Skipulagið gerir ráð fyrir að opið verði milli lónsins og sjávar og verður nánar útfært við hönnun.

1e) Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum í beinum tengslum við Glerárgötu þar sem hún er stofnbraut. Athugasemd um bílastæðahús fellur utan skipulagssvæðisins.

2a) Stærð lónsins afmarkast af áningarstað við Strandgötu og sjávardýpi. Vegna grynninga innan lónsins leggur skipulagsnefnd til að lónið verði dýpkað.

2b) Skipulagið gerir ráð fyrir að opið verði milli lónsins og sjávar og verður nánar útfært við hönnun.

Svör við umsögnum:

1a) Skipulagsnefnd getur ekki tekið undir hugmyndina þar sem tilfærsla lóðarinnar mun takmarka gott aðgengi milli lóða 1 og 3 og þar með nýtingu svæðisins. Skipulagsnefnd beinir því til hönnuða að leita lausnar í samvinnu við hafnarstjórn sem þjóna sem best markmiðum skipulagsins.

1b) Skipulagsnefnd getur fallist á beiðnina og mun lagfæra uppdráttinn.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leyti til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Tekin er til skoðunar skipulagstillaga að breytingu og fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót sem var auglýst frá 25. maí með athugasemdafrest til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Skipulagsnefnd frestaði afgeiðslu erindisins þann 14. september 2016. Skipulagsuppdráttur dagsettur 11. maí 2016 og breyttur 28. september 2016 lagður fram.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3398. fundur - 04.10.2016

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 28. september 2016:

Tekin er til skoðunar skipulagstillaga að breytingu og fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót sem var auglýst frá 25. maí með athugasemdafrest til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins þann 14. september 2016. Skipulagsuppdráttur dagsettur 11. maí 2016 og breyttur 28. september 2016 lagður fram.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.