Skipulagsráð

333. fundur 11. mars 2020 kl. 08:00 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2020 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Arnar Birgir Ólafssson landslagsarkitekt fór yfir helstu forsendur og ákvæði breytingarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hálönd - umsókn um skipulag miðsvæðis

Málsnúmer 2020020616Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til skipulagningar miðsvæðis frístundasvæðis Hálanda. Meðfylgjandi er uppdráttur af frumtillögu.
Að mati skipulagsráðs samræmist tillagan aðalskipulagi svæðisins og gerir ráðið ekki athugasemd við að lögð verði inn tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að skipulagsmörk 3. áfanga deiliskipulags Hálanda verði stækkuð og gert ráð fyrir fjölgun húsa í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

3.Móasíða 1 - beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum

Málsnúmer 2020020705Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu tveggja íbúðarhúsa á lóð nr. 1 við Móasíðu. Óskað er eftir að fá byggingaráformin grenndarkynnt. Meðfylgjandi er skýringarmynd
Að mati skipulagsráðs er framlögð tillaga að uppbyggingu of umfangsmikil og getur því ekki fallist á framlagða tillögu.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna að gerð lýsingar deiliskipulags fyrir uppbyggingu í samræmi við áður grenndarkynnta tillögu í júní 2018.

4.Stæði fyrir hópbifreiðar - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020030052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2020 þar sem Gunnar Valur Sveinsson fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, kt. 550269-6359, leggur inn fyrirspurn varðandi skort á bílastæðum fyrir hópbifreiðar á Akureyri. Stungið er upp á að útbúin verði stæði fyrir hópbifreiðar í Hafnarstræti við gömlu Umferðarmiðstöðina. Samtökin biðla einnig til Akureyrarbæjar að tryggja öruggt aðgengi við Hof fyrir hópferðabíla, þ.e. útbúinn vasi austan megin Glerárgötu gegnt Hofi.
Skipulagsráð bendir á að lóðin Hafnarstræti 80 hefur verið auglýst laus til úthlutunar og er því ekki hægt að nýta lóðina fyrir bílastæði. Þá gerir deiliskipulag miðbæjar ekki ráð fyrir vasa fyrir rútur austan megin við Glerárgötu gegnt Hofi en í gangi er vinna við endurskoðun deiliskipulagsins og verður beiðnin skoðuð í þeirri vinnu. Skipulagsráð tekur undir þörf á næturstæðum fyrir hópbifreiðar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að halda áfram að skoða möguleika á slíkum stæðum í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið og hagsmunaaðila.

5.Sunnuhvoll - fyrirspurn vegna byggingarrétts

Málsnúmer 2020030030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2020 þar sem Kristbjörg Sigurðardóttir og Óli Björn Einarsson leggja inn fyrirspurn varðandi byggingarreit lóðarinnar Sunnuhvols í tengslum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð B-hluta. Fyrirhugað er að byggja 100 m² viðbyggingu á einni hæð norðan og austan við húsið.
Skipulagsráð bendir á að árið 2018 var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði sem meðal annars nær til lóðarinnar Sunnuhvols. Ósk um bílskúr fellur ekki að þeirri tillögu. Í ljósi þess að sú deiliskipulagstillaga hefur ekki verið samþykkt endanlega samþykkir skipulagsráð að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að athuga hvort að gera megi breytingar á tillögunni áður en hún verður auglýst að nýju, til að koma til móts við fyrirliggjandi erindi.

6.Umferðarskipulag - tillögur að breytingum

Málsnúmer 2019100100Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 9. október 2019 var tekið til umræðu umferðarskipulag Akureyrarbæjar að beiðni Ólafs Kjartanssonar. Bókaði ráðið að óskað yrði eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um þrjár tillögur sem Ólafur sendi inn. Málið var tekið fyrir á samráðsfundi 15. október 2019 og er niðurstaða þess fundar meðfylgjandi. Með tölvupósti frá Ólafi dagsettum 26. febrúar 2020 er settur fram frekari rökstuðningur fyrir tillögunum þremur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillögurnar. Að auki er bent á að hafin er vinna við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar þar sem m.a. verður tekið á breytingu á hámarkshraða á svæðinu.

7.Notkun tjaldvagna og sambærilegs búnaðar utan skipulagðra tjaldsvæða

Málsnúmer 2020020518Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2020 frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbirni Halldórssyni, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni og Boreal ehf. varðandi breytingar á 22. gr. náttúruverndarlaga þar sem kveðið er á um leyfi ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
Skipulagsráð frestar erindinu.

8.Sörlagata 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna gjalda

Málsnúmer 2020020652Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. febrúar 2020 þar sem Edda Kamilla Örnólfsdóttir leggur fram fyrirspurn vegna gjalda fyrir skýli við Sörlaskjól 3. Fyrirspurnin lýtur að mismun á gjaldskrá hjá Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbæ.
Að mati skipulagsráðs er ekki hægt að bera saman byggingu á 30 m² skýli á lítilli hesthúsalóð í þéttbýli og nýtingu þess á landbúnaðarjörð sem er margir hektarar að stærð. Ekki er heimilt að veita stöðuleyfi fyrir mannvirkinu heldur er eingöngu hægt að sækja um byggingarleyfi. Varðandi kostnað vegna gatnagerðargjalda þá má benda á að fljótlega tekur gildi ákvæði um að létt, óeinangruð skýli í lokunarflokki B verði undanþegin gatnagerðargjaldi.

9.Furuvellir 5 - fyrirspurn vegna íbúða á 2. hæð

Málsnúmer 2020020690Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Ormsson ehf., kt. 530509-0360, leggur inn fyrirspurn varðandi nýtingu á 2. hæð í húsi nr. 5 við Furuvelli fyrir sex íbúðir. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Steinmar H. Röngvaldsson.
Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum húsa við Furuvelli, sunnan götunnar. Er tillagan því í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Krókeyrarnöf 21 - umsókn um leyfi fyrir girðingu

Málsnúmer 2020020591Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2020 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd Önnu Örvarsson og Örvarrs Atla Örvarssonar sækir um undanþágu frá deiliskipulagi til að setja upp girðingu á austurhluta lóðarinnar Krókeyrarnöf 21 samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd.
Í gildandi deiliskipulagi er kvöð um að ekki megi vera með girðingu á þessu svæði.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi þar sem þessi kvöð verði felld niður. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Sporatún 14 - fyrirspurn vegna sólskála

Málsnúmer 2020020697Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Helgu Sigríðar Helgadóttur og Sigurgeirs Harðarsonar leggur inn fyrirspurn vegna byggingar sólskála við hús nr. 14 við Sporatún. Meðfylgjandi er samþykki eigenda Sporatúns 16 og teikning eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu sólskála í samræmi við erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.

12.Grímsey - beiðni um staðfestngu hnitsetninga á landamerkjum og lóðarmörkum

Málsnúmer 2020030054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2020 þar sem Marvin Ívarsson fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690981-0259, óskar eftir staðfestingu á hnitsetningu landamerkja og lóðarmarka hluta landeigna Ríkissjóðs í Grímsey. Að auki er sótt um skráningu nýrra landeigna úr jörðinni Eiðum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna, með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs. Jafnframt samþykkir skipulagsráð stofnun nýrrar lóðar út úr jörð Eiða.

13.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - umferðarmál nærri skóla

Málsnúmer 2020020669Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 1. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem óskað er eftir að sett verði upp skilti sem blikkar þegar farið er of hratt við allar gönguþveranir í Skarðshlíðinni og framan við Þórsvöllinn.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

14.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - sýnileiki gangbrauta í hverfinu öllu

Málsnúmer 2020020674Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 2. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem óskað er eftir að gangbrautir verði gerðar sýnilegri í hverfinu, að gerð verði gangbraut yfir gatnamót Skarðshlíðar og Höfðahlíðar og að sektarbeiting verði hert varðandi bíla sem leggja of nærri gatnamótum.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Þá er sviðsstjóra skipulagssviðs jafnfram falið að ræða við lögregluna varðandi sektarbeitingu þegar bílum er lagt of nálægt gatnamótum.

15.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - umferðarskilti um hámarkshraða

Málsnúmer 2020020675Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 3. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem auglýst er eftir fleiri umferðarskiltum um hámarkshraða á Hörgárbrautinni.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til þeirrar vinnu sem nú er í gangi um umferðaröryggi á Hörgárbraut í samvinnu Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar.

16.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - bílastæði við fyrirhugaðan leikskóla ofan við Glerárskóla

Málsnúmer 2020020676Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 4. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem ítrekaðar eru áhyggjur af bílastæðum við fyrirhugaðan leikskóla á lóð Glerárskóla. Finnst nefndinni þau of fá og á þröngu svæði fyrir stóran leikskóla.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna en bendir á að deiliskipulagi lóðarinnar er lokið og talið er að þessi fjöldi bílastæða ætti að vera nægjanlegur miðað við hönnunarforsendur.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista óskar bókað að hún taki undir áhyggjur hverfisnefndarinnar með vísan til bókunar sinnar við samþykkt deiliskipulagsins í skipulagsráði 9. október 2019, 4. fundarlið.

17.Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2020030094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2020 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, kt. 410191-2029, leggur inn tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 til umsagnar hjá Akureyrarbæ.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

18.Ársskýrsla skipulagssviðs 2019

Málsnúmer 2020020379Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að ársskýrslu skipulagssviðs fyrir árið 2019.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að ársskýrslu.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 759. fundar, dagsett 20. febrúar 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 760. fundar, dagsett 27. febrúar 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.