Frístundaráð

83. fundur 14. október 2020 kl. 12:00 - 14:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.

1.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Skýrsla um starfsemi Vinnuskólans og sumarvinnu með stuðningi sumarið 2020 lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Orri Stefánsson umsjónarmaður Vinnuskólans sátu fundinn undir þessum lið.

2.Ungmennahús - skýrsla

Málsnúmer 2019060262Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála fór yfir skýrslu um starfsemi Ungmennahússins á vorönn 2020.

Fríða Kristín Hreiðarsdóttir umsjónarmaður Ungmennahúss sat fundinn undir þessum lið.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021. Tillögur að gjaldskrám lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

4.Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 2020100143Vakta málsnúmer

Drög að reglum Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

5.Beiðni um samstarf vegna fjallahjólabrautar

Málsnúmer 2020050262Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 12. ágúst sl. var til umræðu beiðni Hjólreiðafélags Akureyrar um að Akureyrarbær gangist við eignarhaldi og ábyrgð á fjallahjólabrautum og skilgreini þær sem íþróttamannvirki. Á þeim fundi var samþykkt að óska eftir umsögn skipulagssviðs. Umsögnin lögð fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK rennur út í lok árs 2020. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

7.Skákfélag Akureyrar

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Ársreikningar Skákfélags Akureyrar fyrir tímabilið 2019 - 2020 lagður fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

8.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Í auglýsingu er nú stígakerfi Akureyrar þar sem heildarskipulag stígakerfisins er endurskoðað. Óskað er eftir umsögnum fyrir 6. nóvember 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir en fagnar því að fram sé komið heildarskipulag á stígakerfi bæjarins.

Fundi slitið - kl. 14:50.