Skipulagsráð

347. fundur 11. nóvember 2020 kl. 08:00 - 11:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður ráðsins bar upp tillögu um að taka lið 5 í útsendri dagskrá út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Daði Baldur Ottósson hjá Eflu verkfræðistofu kynnti tillögur að verkferlum í tengslum við innleiðingu á gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð þakkar Daða fyrir kynninguna.

2.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa drög að viðbrögðum við efni athugasemda og umsagna.

3.Krókeyri - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100630Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

4.Hafnarstræti 73 og 75 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020100820Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 28. október 2020 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hótel Akureyrar ehf. óskar eftir að fá að byrja vinnu við breytingu á deiliskipulagi á Drottningarbrautarreit vegna Hafnarstrætis 73 og 75.
Að mati skipulagsráðs er nauðsynlegt að lagðar verði fram frumtillögur að hönnun mannvirkja áður en ákvörðun verður tekin um breytingu á deiliskipulagi.

5.Bjarmastígur 5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020080253Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bjarmastíg 5. Var hún grenndarkynnt með bréfi 16. september 2020 með athugasemdafresti til 15. október. Bárust fjögur athugasemdabréf og eru þau lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjenda við efni athugasemdanna.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga 123/2010 og svör við athugasemdum. Sviðsstjóra er falið að annast gildistöku hennar.

6.Tónatröð - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020110147Vakta málsnúmer

Rætt um mögulegar breytingar á deiliskipulagi Tónatraðar en eingöngu hefur verið byggt eitt einbýlishús á svæðinu frá því að deiliskipulagið var samþykkt árið 2009. Samkvæmt deiliskipulaginu eru á svæðinu 5 óbyggðar einbýlishúsalóðir auk þess sem á tveimur lóðum má rífa núverandi hús og byggja einbýlishús í staðinn.

7.Dýraspítali - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020100790Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2020 þar sem Baldvin Esra Einarsson, fyrir hönd Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, leggur inn fyrirspurn varðandi lóð fyrir um 300 m² dýraspítala. Fram kemur að óskað er eftir að lóðin verði á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar, gegnt Mjólkursamlaginu.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við gerð deiliskipulags í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

8.Naustagata - umsókn um leyfi fyrir farsímasúlu

Málsnúmer 2020100814Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2020 þar sem Sigurbjörn Hjörtur Guðjónsson, f.h. Símans hf., sækir um leyfi til að setja upp 20 m háa stálsúlu fyrir farsímasamskipti. Staðsetning er fyrirhuguð á opnu svæði norðan Naustagötu, niður undir Tjarnartúni. Ætlaður eigandi farsímasúlu er Síminn.
Að mati skipulagsráð væri æskilegt að skoðað yrði hvort að koma megi sendum fyrir á fjölbýlishúsum sem nú eru í byggingu í Hagahverfinu.

9.Norðurgata 3-7 - hugmyndir að uppbygingu

Málsnúmer 2020110104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu um uppbyggingarmöguleika á lóðum við Norðurgötu 3-7. Er skýrslan unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

10.Rangárvellir 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100642Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á húsi nr. 2 við Rangárvelli. Fyrirhugað er að útbúa nýtt anddyri og hjólaskýli.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku hennar þegar deiliskipulagsuppdráttur berst frá umsækjanda.

11.Kvistagerði 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2020100683Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2020 þar sem Magnús Hallur Sævarsson leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við bílgeymslu á lóð nr. 2 við Kvistagerði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggð verði viðbygging í samræmi við umsókn með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Ekki er talið að um aðra hagsmunaaðila sé að ræða og því ekki þörf á grenndarkynningu. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar það berst.

12.Nonnahagi 17 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna hæðarkóta

Málsnúmer 2020110109Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 4. nóvember 2020 þar sem Haraldur S. Árnason óskar eftir hækkun hæðarkóta á húsi nr. 17 við Nonnahaga um 0,45 m.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við hækkun á hæðarkóta í samræmi við erindi þar sem leyfileg hámarkshæð á húsi er 4,90 m samkvæmt deiliskipulagi en byggð hámarkshæð verður 3,55 m. Mismunur er því 1,35 m og því fer húsið, við breytingu hæðarkóta, ekki yfir leyfilega hámarkshæð.
Fylgiskjöl:

13.Stígur austan við Skautahöll - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020110166Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Akureyrarbæ um framkvæmdaleyfi fyrir stíg sem er 4,5 m að breidd frá Miðhúsabraut og að stíg við Krókeyri, meðfram lóð Skautahallarinnar. Er lega stígsins í samræmi við legu hans í deiliskipulagi en samkvæmt umsókninni er hann breiðari þar sem gert er ráð fyrir aðgreindri umferð gangandi og hjólandi.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins. Að mati ráðsins er breikkun stígsins það óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

14.Strandgata 17 - framtíð hússins

Málsnúmer 2020110144Vakta málsnúmer

Rætt um framtíð Strandgötu 17 en aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda vestan við húsið, meðfram Glerárgötu, er óviðunandi. Er í gildandi deiliskipulagi gert ráð fyrir að fjarlægja megi vesturhluta hússins.
Að mati skipulagsráðs er nauðsynlegt að vesturhluti Strandgötu 17 verði rifinn hið fyrsta til að bæta aðgengi gangandi og hjólandi meðfram Glerárgötu. Málinu vísað til umræðu í umhverfis- og mannvirkjaráði.

15.Stæði fyrir skólabíl við Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2020100902Vakta málsnúmer

Erindi Gunnars M. Guðmundssonar fyrir hönd SBA - Norðurleiðar hf., dagsett 29. október 2020, þar sem óskað er eftir að útbúið verði stæði fyrir skólabíl við Sundlaug Akureyrar.
Skipulagsráð vísar málinu til skoðunar hjá skipulagssviði í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og fræðslusvið.

16.Grundargata 3 - umsókn um P-bílastæði í götu

Málsnúmer 2020100921Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2020 þar sem Hallur Mar Elíson Olsen sækir um P merkt bílastæði í götunni við hús sitt nr. 3 við Grundargötu.
Skipulagsráð samþykkir að afmarkað verði P merkt bílastæði í næsta nágrenni við Grundargötu 3. Ákvörðun um nákvæma staðsetningu er vísað til skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

17.Hjalteyrargata 10 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2020110115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2020 þar sem Gunnar M. Guðmundsson fyrir hönd Sérleyfisbíla Akureyrar-Norðurleiðar hf. sækir um stækkun lóðar nr. 10 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir ekki stækkun lóðarinnar þar sem í deiliskipulagi er gert ráð fyrir framlengingu á Kaldbaksgötu.

18.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019010046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2020 þar sem Björn Ómar Sigurðsson sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er rökstuðningur í tölvupósti.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við fyrirliggjandi beiðni til 31. maí 2021.

19.Margrétarhagi 14-22 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019090304Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2020 þar sem VA-verktakar ehf., óska eftir framkvæmdafresti lóðinni nr. 14-22 við Margrétarhaga til sumars 2021. Meðfylgjandi er tölvupóstur.
Skipulagsráð samþykkir framkvæmdafrest til 1. júlí 2021.

20.Skipulagssvið - skýrslur

Málsnúmer 2018120041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt um hlutfall yfirvinnu af dagvinnu fyrir janúar - október 2020 samanborið við sama tímabil 2019 og árin 2015-2019.

21.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020110192Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar sem kemur í stað núverandi umhverfis- og samgöngustefnu.
Frestað.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 788. fundar, dagsett 29. október 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:50.