Bæjarstjórn

3443. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:00 - 20:00 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

Forseti bauð Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. nóvember 2018:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu þætti fjárhagsáætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Hlynur Jóhannsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hlynur Jóhannsson (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn).
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar minnihlutans þau Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er ýmislegt að athuga við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2019-2022. Þar ber fyrst að nefna að fasteignamat er að hækka mjög mikið annað árið í röð. Þetta þýðir að með óbreyttri álagningu hækkar fasteignaskattur á heimili og fyrirtæki mikið. Nú liggur fyrir í áætluninni að hækka nær allar gjaldskrár til samræmis við verðlagshækkanir og sumar nokkuð umfram það. Það er því full ástæða til að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattsins á heimili t.d í 0,32%. Til þess að mæta þeirri tekjulækkun sem af því hlýst þarf að skoða lækkun á útgjaldaramma áætlunarinnar milli umræðna. Í öðru lagi þarf að endurskoða framkvæmdaáætlunina m.t.t. framboðs á leikskólarýmum næstu 3-4 árin, forgangsröðunar framkvæmda innan íþrótta- og tómstundamála og framkvæmda í miðbænum þar með talið bílastæðahús sem er ekki lengur í framkvæmdaáætlun. Í þriðja lagi er full þörf á því að skoða útgjaldarammann m.t.t. þeirra tillagna sem fram eru komnar um fjölgun stöðugilda í ýmsum málaflokkum. Þar má velta fyrir sér hvort ekki sé möguleiki á því að endurskipuleggja störf og verkefni á ýmsum sviðum til þess að draga úr þörf fyrir fjölgun starfa.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. október 2018:

Lagður fram viðauki 13.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breyting á bæjarmálasamþykkt - viðauki

Málsnúmer 2018090120Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. nóvember 2018:

Lögð fram drög að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og kynnti breytingatillögurnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn).
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

4.Jafnréttismál - staða

Málsnúmer 2018110029Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu jafnréttismála að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Sóley Björk Stefánsdóttir tók til máls og reifaði stöðu jafnréttismála hjá Akureyrarbæ og eftirfylgd ásamt stöðu verkefna í jafnréttisstefnu bæjarins.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn).
Sóley Björk Stefánsdóttir leggur til að stöðugildi jafnréttisfulltrúa verði hækkað og að bæjarráði verði falið að útfæra ákvörðunina í fjárhagsáætlunargerð.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson leggur til að málinu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Tillaga Guðmundar var borin upp til atkvæða og var samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.

5.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018 - 2030 vegna endurskoðunar á stígakerfi innan sveitarfélagsins. Markmið skipulagsvinnunnar er að setja fram heildar stefnumörkun um stígakerfi Akureyrar.

Á fundinn mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands og kynnti verkefnið, núverandi stöðu og næstu skref.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og skipulagssviði falið að kynna hana samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Goðanes 5 og 7 - breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga A-áfanga

Málsnúmer 2018080590Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Goðaness 5 og 7. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall verður 0,320 í stað 0,300, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Deiliskipulag Hagahverfis - stöðumat

Málsnúmer 2018080142Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hagahverfis dagsett 22. október 2018. Er um að ræða tillögu að breytingu á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang. Er gert ráð fyrir að tillögurnar gildi eingöngu um lóðir sem ekki er búið að úthluta.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að ekki verði gerð breyting á kafla 3.3.1 um svalaganga og að það verði skýrt tilgreint til hvaða lóða deiliskipulagsbreytingin nær.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lagt fram erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar dagsett 4. október 2018, fyrir hönd H. Hallgríms ehf., kt. 710114-0990, þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja megi fjórar 40-50 fm íbúðir í húsi sem til stendur að byggja á lóðinni Aðalstræti 12b. Í erindinu kemur fram að aðstæður hafi breyst frá því að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingar um fjölgun íbúða í samræmi við erindi fór fram vorið 2017. Er farið fram á að grenndarkynning deiliskipulagsbreytingarinnar verði endurtekin.

Skipulagsráð bendir á að bæjarstjórn samþykkti á fundi 18. september sl. að hafna breytingu á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir heimild til að byggja hús með fjórum íbúðum. Ekki er fallist á þau rök að aðstæður hafi breyst það mikið, frá því að skipulagsráð tók málið fyrir, að taka eigi málið upp að nýju. Er mælt með að bæjarstjórn hafni því að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði grenndarkynnt að nýju.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Hlynur Jóhannsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

9.Halldóruhagi 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070366Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Halldóruhaga 4. Sótt var um að hækka nýtingarhlutfall úr 0,430 í 0,560 og reisa 2 fjölbýlishús á lóðinni með 15 íbúðum. Grenndarkynning var send með bréfi dagsettu 16. október 2018 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2018. Þann 23. október 2018 barst skipulagssviði samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu og telst því grenndarkynningu lokið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017090040Vakta málsnúmer

Liður 11 í dagskrá skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Á fundi skipulagsráðs 13. desember 2017 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir nokkrum umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri í samræmi við erindi umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. desember 2017. Einnig var búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir breytingum og viðhaldi lagna Norðurorku hf. við Glerárgötu sunnan Þórunnarstrætis.

Afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir framhjáhlaupi til hægri á Þórunnarstræti inn á Glerárgötu var frestað vegna þess að gera þurfti breytingu á deiliskipulagi. Nú hefur deiliskipulagsbreyting fyrir svæðið tekið gildi og er því hægt að leggja framkvæmdaleyfisumsóknina fyrir að nýju.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við framhjáhlaup til hægri frá Þórunnarstræti inn á Glerárgötu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Bæjarstjórn áætlun um fundi

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2019.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2019.

12.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 12., 18. og 24. október og 1. nóvember 2018
Bæjarráð 18., 25. (tvær) og 30. október og 1. nóvember 2018
Frístundaráð 17. október 2018
Fræðsluráð 15. október 2018
Kjarasamninganefnd 30. október 2018
Skipulagsráð 31. október 2018
Stjórn Akureyrarstofu 18. október og 1. nóvember 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. október 2018
Velferðarráð 17. og 31. október 2018
Öldungaráð 9. október 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 20:00.